Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Mærudagar 2024 - 2026
Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri Mærudagshátíðarinnar, Guðrun Huld Gunnarsdóttir, gefur fjölskylduráði yfirlit yfir skipulagsframvindu hátíðarinnar.
Lagt fram til kynningar.
2.Listamaður Norðurþings 2024
Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer
Umsóknarfrestur til listamanns Norðurþings rann út 19.maí síðastliðinn. Samkvæmt reglum um listamann Norðurþings mun fjölskylduráð velja úr innsendum umsóknum og útnefna listamann Norðurþings 17.júní 2024.
Fjölskylduráð velur listamann Norðurþings 2024 úr þeim umsóknum sem bárust í ár.
Listamaður Norðurþings 2024 verður kynntur við hátíðalega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.
Listamaður Norðurþings 2024 verður kynntur við hátíðalega athöfn 17. júní. Bókun ráðsins er færð í trúnaðarmálabók.
3.Grunnskóli Raufarhafnar - Skýrsla um innra mat og mat á starfsáætlun 2023-2024.
Málsnúmer 202403101Vakta málsnúmer
Skýrslur um innra mat og mat á starfsáætlun í Grunnskóla Raufarhafnar 2023-2024 eru lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun gæðaviðmiða innra mats.
Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun um endurskoðuðun á gæðaviðmiðum innra mats leik- og grunnskóla.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gæðaviðmið innra mats.
5.Grænuvellir - Skýrsla um innra mat 2023-2024.
Málsnúmer 202403110Vakta málsnúmer
Skýrsla um innra mat á Grænuvöllum 2023-2024 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.Skipun starfshóps um byggingu nýs leikskóla
Málsnúmer 202309127Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur tillögur frá starfshópi vegna leikskólabyggingar til afgreiðslu.
Fjölskylduráð samþykkir að vísa tillögu 1 frá starfshópi um byggingu nýs leikskóla til umfjöllunar í sveitarstjórn. Tillagan felur í sér að byggður verði leikskóli fyrir eldri börn á lóð við hlið Framhaldsskólans að Stóragarði.
7.Ósk um 2 stöðugildi vegna sérúrræða
Málsnúmer 202405121Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað skólastjóra Borgarhólsskóla vegna tveggja stöðugilda vegna sérúrræða frá upphafi næsta skólaárs.
Fjölskylduráð samþykkir að fjölga um tvö stöðugildi við Borgarhólsskóla vegna sérúrræða. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
8.Ósk um sérstaklega skilgreind 2 stöðuhlutföll vegna tvítyngdra barna
Málsnúmer 202404086Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskyduráði liggur ósk frá skólastjóra um að sérstaklega verði skilgreind 2 stöðuhlutföll vegna tvítyngdra barna.
Fjölskylduráð samþykkir að fjölga um tvö stöðugildi við Borgarhólsskóla vegna tvítyngdra barna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
9.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði
Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar teikningar af viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.
10.Samþætting - ársskýrsla veturinn 2023-2024
Málsnúmer 202405048Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársskýrsla um samþættingu skóla og frístundarstarfs veturinn 2023-2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Samþætting - starfsdagatal 2024-2025
Málsnúmer 202405049Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar er dagatal samþættingu skóla og frístundarstarfs 2023-2024.
Lagt fram til kynningar.
12.Fjölþætt heilsuefling 65
Málsnúmer 202404010Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka umræðu um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 eftir kynningu sem haldin var 7. maí sl.
Fjölskylduráð óskar eftir því að öldrunarráð fjalli um og taki afstöðu til hreyfiverkefna fyrir eldri borgara. Ráðið hyggst ekki taka upp Fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri á þessu ári en vísar verkefninu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
13.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar
Málsnúmer 202403064Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til kynningar stöðu samnings um sameiginlega barnaverndarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
14.Vegna svæðisbundinna farsældarráða - tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti um tímabundið stöðugildi
Málsnúmer 202405086Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar erindi frá SSNE varðandi útfærslu á starfssemi svæðisbundinna farsældarráða barna sem setja á á laggirnar samkv. 5. gr farsældarlaga.
Lagt fram til kynningar.
15.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024
Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis: til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 13-15.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 7 og 8.
Hafrún Olgeirsdóttir sat fundinn undir liðum 9-12.
Guðrún Huld Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Mærudaga sat fundinn undir lið 1.
Kristrún Lind Birgisdóttir frá Ásgarði sat fundinn undir liðum 3 og 4.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir og Unnur Ösp Guðmundsdóttir frá leikskólanum Grænuvöllum sátu fundinn undir lið 5.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs sat fundinn undir málum 11 og 12.