Fjölþætt heilsuefling 65
Málsnúmer 202404010
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 182. fundur - 09.04.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Janusi Guðlaugssyni PhD-íþrótta- og heilsufræðing þar sem kannaður er áhugi sveitarstjórnar á að fá kynningu á verkefni þeirra; Fjölþætt heilsuefling 65 í sveitarfélögum með fyrirhugaða innleiðingu í huga. Verkefnið er byggt á doktorsverkefni undirritaðs, Janusar Guðlaugssonar; Multimodal Training Intervention? An Approach to Successful aging en þróað áfram sem tveggja ára heilsueflingargrunnur auk möguleika á áframhaldandi þátttöku fyrir eldri aldurshópa. Heilsufarsmælingar hafa verið fastur þáttur verkferlum verkefnis og fært okkur aukna þekkingu um stöðu þátttakenda hverju sinni.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirbúa kynningarfund á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65.
Fjölskylduráð - 187. fundur - 04.06.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka umræðu um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65 eftir kynningu sem haldin var 7. maí sl.
Fjölskylduráð óskar eftir því að öldrunarráð fjalli um og taki afstöðu til hreyfiverkefna fyrir eldri borgara. Ráðið hyggst ekki taka upp Fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri á þessu ári en vísar verkefninu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.