Fara í efni

Fjölskylduráð

182. fundur 09. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:30 Fundarsalur GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 4-6.
Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 7-12.

Ingibjörg Hanna vék af fundi kl. 9:00.

Gunnhildur Hinriksdóttir frá HSÞ kom á fundinn undir lið 1.

Kristrún Lind Birgisdóttir frá Ásgarði skólaþjónustu, Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og Christoph Wöll kennari við Öxarfjarðarskóla sátu fundinn undir lið 9.

1.Ársskýrsla HSÞ 2024

Málsnúmer 202404009Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar ársskýrsla HSÞ fyrir árið 2023. Á fundinn kom framkvæmdastjóri HSÞ Gunnhildur Hinriksdóttir.
Fjölskylduráð þakkar Gunnhildi fyrir komuna á fundinn og kynningu á starfsemi HSÞ. Lagt fram til kynningar.

2.Fjölþætt heilsuefling 65

Málsnúmer 202404010Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Janusi Guðlaugssyni PhD-íþrótta- og heilsufræðing þar sem kannaður er áhugi sveitarstjórnar á að fá kynningu á verkefni þeirra; Fjölþætt heilsuefling 65 í sveitarfélögum með fyrirhugaða innleiðingu í huga. Verkefnið er byggt á doktorsverkefni undirritaðs, Janusar Guðlaugssonar; Multimodal Training Intervention? An Approach to Successful aging en þróað áfram sem tveggja ára heilsueflingargrunnur auk möguleika á áframhaldandi þátttöku fyrir eldri aldurshópa. Heilsufarsmælingar hafa verið fastur þáttur verkferlum verkefnis og fært okkur aukna þekkingu um stöðu þátttakenda hverju sinni.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirbúa kynningarfund á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65.

3.Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir að byggja upp og sjá um leikvöll í eigu Norðurþings

Málsnúmer 202403097Vakta málsnúmer

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi fagnaði 50 ára afmæli 24. mars sl. Í tilefni af afmælisárinu hefur komið upp sú hugmynd að kanna möguleikann á að klúbburinn tæki að
sér leikvöll innan bæjarins í „fóstur“ sem yrði þá kenndur við hreyfinguna t.d. „Kiwanisvöllurinn“.

Klúbburinn býður upp á að leikvöllurinn milli Lyngbrekku og Sólbrekku verði skoðaður með tilliti til aðkomu þeirra að umsjá og rekstri svæðisins í samráði og samvinnu við bæjaryfirvöld.
Fjölskylduráð þakkar Kiwanisklúbbnum Skjálfanda fyrir gott boð. Ráðið hefur undanfarin ár unnið að framtíðarsýn um uppbyggingu leikvalla á Húsavík og þar er gert ráð fyrir að þessi leikvöllur verði aflagður og þar af leiðandi samræmist tillaga Kiwanisklúbbsins ekki þeirri sýn sem hefur verið mótuð. Fjölskylduráð fagnar framtaki Kiwanis og er tilbúið til viðræðna við Kiwanis um aðkomu klúbbsins að öðrum verkefnum eða svæðum sem ætluð eru börnum.

4.Tillaga um móttöku nýrra íbúa í Norðurþingi

Málsnúmer 202404025Vakta málsnúmer

Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista leggur til að hafinn verði undirbúningur að því að koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaða og félagasamtaka. Með verkefninu er átt við að þegar nýir íbúar flytja í sveitarfélagið Norðurþing taki samfélagið höndum saman og greiði leið þeirra inn samfélagið.
Tillagan samþykkt samhljóða.

5.Fjölmenningargfundur - Intercultural Meet-Up

Málsnúmer 202404006Vakta málsnúmer

Kynning á hugmynd um breytingu í átt að reglulegum fjölmenningarfundum
Lagt fram til kynningar.

6.Bangsímon - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík

Málsnúmer 202402119Vakta málsnúmer

Til umræðu er beiðni um gistingu og afnot af íþróttasal frá leikhópnum Lottu.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka áður samþykktan styrk úr 165.000,- í 240.000,- til Leikhópsins Lottu.
Ráðið samþykkir afnot af íþróttahöllinni ef veður leyfir ekki sýningu utandyra.

7.Ósk um samstarfssamning við Aflið

Málsnúmer 202312070Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi Aflsins þar sem óskað er eftir samstarfssamning við sveitarfélagið vegna starfsemi Aflsins í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir að gera samstarfssamning við Aflið og felur félagsmálastjóra að gera drög að samningi og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer

Á 143. fundi sveitarstjórnar 4. apríl 2024, var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Helena, Benóný, Aldey, Hafrún og Áki.

Undirrituð leggur til að breytingu gjaldskrám leikskóla og frístundar verði vísað til fjölskylduráðs á ný vegna þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Helena Eydís Ingólfsdóttir.

Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

Undirrituð leggur fram eftirfarandi bókun:
Að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn og muni afslátturinn jafnframt flæða á milli leikskóla og frístundar fyrir börn í 1.-4. bekk.
Aldey Unnar Traustadóttir.


Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs og félagsmálastjóra að endurskoða gjaldskrár til samræmis við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

9.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun gæðaviðmiða innra mats.

Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að endurskoðuðum gæðaviðmiðum innra mats leik- og grunnskóla.
Endurskoðun gæðaviðmiða nú byggir á endurskoðun Menntamálastofnunar á gæðaviðmiðum fyrir ytra mat á grunnskólum frá árinu 2022. Sveitarfélög bera samkvæmt lögum m.a. ábyrgð á mati og eftirliti á skólastarfi sveitarfélaga og eru skýrslur skólanna um innra mat sem byggt er á gæðaviðmiðunum ein forsenda þess að fjölskylduráð geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu um eftirlit með skólastarfi.
Í kjölfar umfjöllunar fjölskylduráðs munu skólastjórar hafa tækifæri til að koma með ábendingar eða gera athugasemdir þangað til endurskoðuð gæðaviðmið verða lögð fram til samþykktar á fundi fjölskylduráðs eftir þrjár vikur.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að kynna endurskoðuð gæðaviðmið fyrir skólasamfélögum sveitarfélagsins og óska eftir athugasemdum vegna endurskoðunarinnar.

10.Erindi vegna niðurfellingu heimgreiðslna

Málsnúmer 202404007Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk um undanþágu frá reglum um heimgreiðslur.
Fjölskylduráð samþykkir undanþágu frá aldursviðmiðum heimgreiðslna þar til núgildandi reglur um heimgreiðslur falla úr gildi.

11.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar 2024

Málsnúmer 202403033Vakta málsnúmer

Á 460.fundi byggðarráðs 27. mars 2024, var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð fagnar því að kjarasamningar til fjögurra ára hafi náðst á almennum vinnumarkaði. Sveitarfélagið mun verða við áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og taka þátt í aðgerðum ríkisstjórnarinnar þar að lútandi.

Það er von byggðarráðs að sambærilegir samningar náist einnig á opinberum markaði. Enda hafa þeir mest áhrif á launaútgjöld sveitarfélagsins. Þannig skila aðgerðir sveitarfélaga við lækkun gjaldskráa og niðurgreiðslu skólamáltíða í grunnskólum sér best til íbúa og hafi raunveruleg áhrif á verðbólgu og vexti til lengri tíma.

Gjaldskrár tóku almennt 7,5% hækkun um sl. áramót en það er vilji byggðarráðs að endurskoða þær gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Ráðið beinir því til fjölskylduráðs að endurskoða sérstaklega gjaldskrár félagsþjónustu, leikskóla og frístundar. Lækkun á áðurnefndum gjaldskrám verði 3-4% og taki breytingin gildi 1. maí. Ríki og sveitarfélög munu útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir lok maí 2024 og mun Norðurþing kynna sína aðkomu þegar útfærslan liggur fyrir.

Sveitarfélagið Norðurþing hefur til fjölda ára boðið börnum við 12 mánaða aldur vistun á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Þegar það tekst ekki brúar sveitarfélagið bilið með heimgreiðslum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Byggðarráð minnir á að börn í tveimur elstu árunum í leikskóla og fyrstu tveimur bekkjunum í grunnskóla æfa tvær til þrjár íþróttir gjaldfrjálst 9 mánuði ársins í svokölluðu samþættingarverkefni sveitarfélagsins. Ráðið lítur svo á að það sé góð þjónusta við barnafjölskyldur sveitarfélagsins og mikilvægur þáttur í íþrótta- og tómstundastarfi ungra barna.

Sveitarfélagið tekur þátt í uppbyggingu leiguhúsnæðis til tekjulágra einstaklinga í samstarfi við Bríet og Bjarg íbúðafélög, bæði á Húsavík og Kópaskeri ásamt því að vinna að deiliskipulögum til að auka lóðaframboð hjá sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis: Til umsagnar 143. mál um málefni aldraðra (réttur til sambúðar)

Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is. Verði því ekki við komið er einnig mögulegt að senda umsagnir á umsagnir@althingi.is.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 8. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.