Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir að byggja upp og sjá um leikvöll í eigu Norðurþings
Málsnúmer 202403097
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 182. fundur - 09.04.2024
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi fagnaði 50 ára afmæli 24. mars sl. Í tilefni af afmælisárinu hefur komið upp sú hugmynd að kanna möguleikann á að klúbburinn tæki að
sér leikvöll innan bæjarins í „fóstur“ sem yrði þá kenndur við hreyfinguna t.d. „Kiwanisvöllurinn“.
Klúbburinn býður upp á að leikvöllurinn milli Lyngbrekku og Sólbrekku verði skoðaður með tilliti til aðkomu þeirra að umsjá og rekstri svæðisins í samráði og samvinnu við bæjaryfirvöld.
sér leikvöll innan bæjarins í „fóstur“ sem yrði þá kenndur við hreyfinguna t.d. „Kiwanisvöllurinn“.
Klúbburinn býður upp á að leikvöllurinn milli Lyngbrekku og Sólbrekku verði skoðaður með tilliti til aðkomu þeirra að umsjá og rekstri svæðisins í samráði og samvinnu við bæjaryfirvöld.
Fjölskylduráð þakkar Kiwanisklúbbnum Skjálfanda fyrir gott boð. Ráðið hefur undanfarin ár unnið að framtíðarsýn um uppbyggingu leikvalla á Húsavík og þar er gert ráð fyrir að þessi leikvöllur verði aflagður og þar af leiðandi samræmist tillaga Kiwanisklúbbsins ekki þeirri sýn sem hefur verið mótuð. Fjölskylduráð fagnar framtaki Kiwanis og er tilbúið til viðræðna við Kiwanis um aðkomu klúbbsins að öðrum verkefnum eða svæðum sem ætluð eru börnum.