Fara í efni

Vegna svæðisbundinna farsældarráða - tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti um tímabundið stöðugildi

Málsnúmer 202405086

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 187. fundur - 04.06.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar erindi frá SSNE varðandi útfærslu á starfssemi svæðisbundinna farsældarráða barna sem setja á á laggirnar samkv. 5. gr farsældarlaga.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 146. fundur - 27.06.2024

Fyrir sveitarstjórn liggur ósk frá SSNE um umboð frá sveitarfélaginu til að hefja þá vinnu að gera drög að samningi fyrir Norðuland eystra varðandi útfærslu á starfsemi svæðisbundinna farsældarráða barna. Samningsdrög verða lögð aftur fyrir sveitarstjórn þegar þau liggja fyrir en samningurinn mun ekki hafa í för með sé fjárhagslegar kvaðir fyrir sveitarfélögin heldur væri fyrst og fremst yfirlýsing um að þau vilji eiga með sér samstarf um útfærslu á Farsældarráði Norðurlands eystra og vinna sameiginlega áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára í samræmi við farsældarlögin.

Til máls tóku: Helena og Hjálmar.

Sveitarstjórn líst vel á þá hugmynd að svæði farsældarráðs verði hið sama og starfssvæði SSNE.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita SSNE umboð til þess að hefja þá vinnu að gera drög að samningi fyrir Norðurland eystra.