Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

146. fundur 27. júní 2024 kl. 13:00 - 15:05 Fosshótel Húsavík
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson 2. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026

Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að kjósa: forseta, 1. og 2. varaforseta og fulltrúa og varafulltrúa í byggðarráð til eins árs.

Einnig liggur fyrir fundindum breytingar á varaformennsku í skipulags- og framkvæmdaráði sem og atkvæðisrétti milli M, S og V lista í byggðarráði, fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

Fyrir fundinum liggur einnig tillaga um breytingu á varafulltrúa M lista í skipulags- og framkvæmdaráði, í stað Ágústu Ágústsdóttur komi inn Alexander G. Jónasson.
Forseti sveitarstjórnar verði Hjálmar Bogi Hafliðason
1. varaforseti verði Aldey Unnar Traustadóttir
2. varaforseti verði Hafrún Olgeirsdóttir

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð:
Hafrún Olgeirsdóttir formaður
Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi


Varamenn í byggðarráði
Helena Eydís Ingólfsdóttir varamaður
Soffía Gísladóttir varamaður
Rebekka Ásgeirsdóttir varamaður
Ingibjörg Benediktsdóttir varamaður áheyrnarfulltrúa
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varamaður áheyrnarfulltrúa

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.


Til máls tók: Aldey.

Í fjölskylduráði færist atkvæði og varaformennska frá S-lista (Ísak Már Aðalsteinsson) yfir til M lista (Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir).

Í skipulags- og framkvæmdaráði færist atkvæði frá M-lista (Birkir Stefánsson) yfir til S-lista (Rebekka Ásgeirsdóttir)

Jafnframt færist varaformennska í skipulags- og framkvæmdaráði frá V-lista (Ingibjörgu Benediktsdóttir) yfir til S-lista (Rebekka Ásgeirsdóttir)

Varafulltrúa M-lista í skipulags- og framkvæmdaráði verður Alexander Gunnar Jónasson í stað Ágústu Ágústsdóttur.

Fyrirliggjandi tillögur eru samþykktar samhjóða.

2.Fundir sveitarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 202209070Vakta málsnúmer

Forseti leggur til að ágústfundur sveitarstjórnar verði viku síðar en fundaáætlun gerir ráð fyrir. Fundurinn verði því 22. ágúst en ekki 15. ágúst. Þá gefst nefndum og ráðum svigrúm til að funda a.m.k. einu sinni áður en sveitarstjórn kemur saman.
Samþykkt samhljóða.

3.Tillaga um lokun á Garðarsbraut fyrir akandi umferð

Málsnúmer 202406081Vakta málsnúmer

Umrætt svæði hefur gjarnan verið lokað á Mærudögum þar sem verslunar- og þjónustuaðilar hafa boðið upp á viðburði og veitingar til að glæða Húsavík lífi og gefist vel. Þessi tillaga opnar á þennan möguleika í samstarfi við sveitarfélagið, lögreglu og eigendur fasteigna á svæðinu.

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til að kannað verði í samstarfi við fyrirtæki og íbúa á svæðinu sem um ræðir að loka Garðarsbraut fyrir akandi umferð milli Samkomuhúss og gatnamóta við Stangarbakka. Eigið það við um þann tíma sem verslunar- og þjónustuaðilar hyggist nýta sér lokunina með viðburðum eins og um helgar í kringum Mærudaga og mögulega aðrar helgar.

Bylgja Steingrímsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tók: Bylgja.

Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Bylgju, Eysteins, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Ingibjargar.
Áki situr hjá.

4.Tillaga um uppsetningu á sviði í Skrúðgarðinn á Húsavík

Málsnúmer 202406080Vakta málsnúmer

Með skipulögðum hætti eða þegar veður er gott og gaman að setja upp lítinn viðburð eins og tónleika, leiksýningu eða fleira í Skrúðgarðinum. Fólk geti komið saman með nesti og notið saman.

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til kannað verði að setja upp lítið svið á góðum stað í Skrúðgarðinum á Húsavík. Þannig verði að hægt sé að halda litla viðburði með skömmum fyrirvara og aðgang að rafmagni

Bylgja Steingrímsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tóku: Hjálmar, Ingibjörg og Hafrún.

Samþykkt samhljóða.

5.Tillaga um flutning á frisbígolfvelli innan Húsavíkur

Málsnúmer 202406079Vakta málsnúmer

Vonandi næst betri nýting á frisbí golfvöllinn, sérstaklega meðal ungs fólks og barna. Kostnaður við framkvæmdina verði kannaður og framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að framfylgja ákvörðuninni og kynna í skipulags- og framkvæmdaráði.

Undirrituð leggja til að frisbígolfvöllur verði færður á fjölfarnari og hentugri stað innan þéttbýlisins á Húsavík, s.s. í Skrúðgarðinn.

Bylgja Steingrímsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tók: Hjálmar, Benóný og Aldey.

Samþykkt samhljóða.

6.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSH - 2024

Málsnúmer 202406076Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Brú lífeyrissjóði. Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 10. júní 2024 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 4. júní sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2024 verði óbreytt frá fyrra ári eða 72%.
Til máls tók: Katrín.

Samþykkt samhljóða.

7.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Á 145. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktum um Bílastæðasjóðs Norðurþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

8.Skipun starfshóps um byggingu nýs leikskóla

Málsnúmer 202309127Vakta málsnúmer

Á 187. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir að vísa tillögu 1 frá starfshópi um byggingu nýs leikskóla til umfjöllunar í sveitarstjórn. Tillagan felur í sér að byggður verði leikskóli fyrir eldri börn á lóð við hlið Framhaldsskólans að Stóragarði.
Til máls tóku: Helena, Aldey og Hafrún.

Tillaga fjölskylduráðs er samþykkt samhljóða.

9.Kynning á fyrirhuguðu uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur - Grjóthálsskógar.

Málsnúmer 202405032Vakta málsnúmer

Á 466. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu og vísar henni til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.

10.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Á 468. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að farin verði leið 1 sem felur í sér endurbætur á Ketilsbraut 7-9. Það rými sem ekki þarf undir starfsemi stjórnsýsluhúss fái annað hlutverk fyrir aðra þætti starfsemi Norðurþings.
Samþykkt með atkvæðum Hafrúnar og Áka.
Hjálmar Bogi situr hjá.
Aldey og Benóný óska bókað að þau styðja að farin verði leið 1.
Til máls tóku: Katrín, Hafrún, Helena, Áki, Bylgja, Benóný, Hjálmar, Eysteinn og Aldey.

Tillaga byggðarráðs er samþykkt mað atkvæðum Aldeyjar, Áka, Benónýs, Bylgju, Eysteins, Hafrúnar, Helenu og Ingibjargar.
Hjálmar situr hjá.

11.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Á 468. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir samkomulagið og vísar því til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hjálmar og Benóný.

Samþykkt samhljóða.

12.Vegna svæðisbundinna farsældarráða - tillaga frá mennta- og barnamálaráðuneyti um tímabundið stöðugildi

Málsnúmer 202405086Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur ósk frá SSNE um umboð frá sveitarfélaginu til að hefja þá vinnu að gera drög að samningi fyrir Norðuland eystra varðandi útfærslu á starfsemi svæðisbundinna farsældarráða barna. Samningsdrög verða lögð aftur fyrir sveitarstjórn þegar þau liggja fyrir en samningurinn mun ekki hafa í för með sé fjárhagslegar kvaðir fyrir sveitarfélögin heldur væri fyrst og fremst yfirlýsing um að þau vilji eiga með sér samstarf um útfærslu á Farsældarráði Norðurlands eystra og vinna sameiginlega áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára í samræmi við farsældarlögin.

Til máls tóku: Helena og Hjálmar.

Sveitarstjórn líst vel á þá hugmynd að svæði farsældarráðs verði hið sama og starfssvæði SSNE.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita SSNE umboð til þess að hefja þá vinnu að gera drög að samningi fyrir Norðurland eystra.

13.Endurskoðun framkvæmdaáætlunar fyrir 2024

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 191. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar uppfærðri framkvæmdaáætlun 2024 til kynningar í byggðarráði og til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eysteinn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærða framkvæmdaáætlun 2024.

14.Bolverk ehf.sækir um lóð að Urðargerði 5

Málsnúmer 202405123Vakta málsnúmer

Á 191. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Bolverki ehf. verði úthlutað lóðinni að Urðargerði 5 og samþykkir framlengingu afsláttarkjara miðað við að fokheldi náist fyrir árslok 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

15.Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi Þverá

Málsnúmer 202405042Vakta málsnúmer

Á 191. fundi skipluags- og framkvæmdaráðs:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Yggdrasil Carbon ehf. verði veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar til samræmis við framlögð gögn, en með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúa verði falið eftirlit með framkvæmdinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

16.Umsókn um lóð að Stakkholti 7

Málsnúmer 202406010Vakta málsnúmer

Á 191. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Ragnari Hjaltested verði úthlutað lóðinni að Stakkholti 7.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

17.Umsókn um lóðarúthlutun Hraunholt 11-13

Málsnúmer 202406058Vakta málsnúmer

Á 191. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Sveini Veigari Hreinssyni verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 11-13.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

18.Umsókn um lóðir að Hraunholti 15-17, 19-21 og 23-25

Málsnúmer 202406060Vakta málsnúmer

Á 191. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að HG17 ehf. verði úthlutað lóðunum að Hraunholti 15-17, 19-21 og 23-25.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

19.Umboð til byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar 2024

Málsnúmer 202406089Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að veita byggðarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarorlofi sveitarstjórnar.

Umboðið gildir til og með 22. ágúst nk. frá lokum þessa sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 190

Málsnúmer 2405007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 190. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 191

Málsnúmer 2405011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 191. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð - 187

Málsnúmer 2405008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 187. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Mærudagar 2024-2026": Benóný.

Til máls tók undir lið 2 "Listamaður Norðurþings 2024": Helena.

Til máls tók undir lið 8 "Ósk um sérstaklega skilgreind tvö stöðuhlutföll vegna tvítyngdra barna": Aldey og Helena.

Til máls tók undir lið 10 "Samþætting-ársskýrsla veturinn 2023-2024": Helena og Aldey.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 188

Málsnúmer 2406001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 188. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 189

Málsnúmer 2406004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 189. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Byggðarráð Norðurþings - 466

Málsnúmer 2405010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 466. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Byggðarráð Norðurþings - 467

Málsnúmer 2406002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 467. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

27.Byggðarráð Norðurþings - 468

Málsnúmer 2406006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 468. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

28.Orkuveita Húsavíkur ohf - 256

Málsnúmer 2406005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 256. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók undir lið 1 "Ósk um að Orkuveitan verði bakhjarl Völsungs": Eysteinn.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

29.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 23

Málsnúmer 2405004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 23. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:05.