Fara í efni

Kynning á fyrirhuguðu uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur - Grjóthálsskógar.

Málsnúmer 202405032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 464. fundur - 16.05.2024

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skóræktarfélagi Húsavíkur vegna skógræktar á Grjóthálsi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fulltrúa frá Skógræktarfélagi Húsavíkur á fund byggðarráðs og fara yfir fyrirhugað uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur.

Byggðarráð Norðurþings - 465. fundur - 23.05.2024

Á síðasta fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að boða fulltrúa frá Skógræktarfélagi Húsavíkur á fund byggðarráðs og fara yfir fyrirhugað uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur.

Þröstur Eysteinsson og Árni Sigurbjarnarson frá Skógræktarfélagi Húsavíkur mættu á fund byggðarráðs kl.09:00 og kynntu uppgræðsluverkefnið Grjóthálsskógar. Skógræktarfélagið óskar eftir viljayfirlýsingu á milli aðila um verkefnið, þ.e. Norðurþings, Lands og skóga, Yggdrasill Carbon og Skógræktarfélags Húsavíkur.

Þröstur og Árni viku af fundi kl. 09:50.
Byggðarráð þakkar Þresti og Árna frá Skógræktarfélagi Húsavíkur fyrir kynninguna og komuna á fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa drög að viljayfirlýsingu á milli aðila og vísar málinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024

Á 465. fundi byggðarráðs 23.05.2024, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar Þresti og Árna frá Skógræktarfélagi Húsavíkur fyrir kynninguna og komuna á fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa drög að viljayfirlýsingu á milli aðila og vísar málinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 466. fundur - 06.06.2024

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu á milli Norðurþings, Skógræktarfélags Húsavíkur, Yggdrasill Carbon og Land og Skógur; samstarf um uppgræðslu- og kolefnisbindingarverkefni á heiðarlöndum Húsavíkur undir nafninu Grjóthálsskógar.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu og vísar henni til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 146. fundur - 27.06.2024

Á 466. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu og vísar henni til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar.

Samþykkt samhljóða.