Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

464. fundur 16. maí 2024 kl. 08:30 - 09:55 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varamaður
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um fjárframlag vegna Kornsamlags Þingeyinga

Málsnúmer 202405022Vakta málsnúmer

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hyggst reisa kornþurrkstöð við Húsavík fyrir kornþreskingu. Þurrkstöðin er hugsuð sem mikilvæg innviðauppbygging í hráefnis- og fóðurframleiðslu á Norð-Austurlandi öllu.

Óskað er eftir þáttöku Norðurþings í að gera verkefnið að veruleika með framlagi upp á 10 milljónir króna.
Byggðarráð telur að sveitarfélagið hafi tekið þátt í verkefninu með framlagi gegnum Fjárfestingarfélag Þingeyinga sem stærsti hluthafi þess félags.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við forsvarsfólk félagsins.

2.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Á 188. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 07.05.2024, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir bókun stjórnar Hafnasjóðs og vísar málinu til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að gjaldtaka bílastæða verði einungis á miðhafnarsvæðinu sumarið 2024.

3.Kynning á fyrirhuguðu uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur - Grjóthálsskógar.

Málsnúmer 202405032Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skóræktarfélagi Húsavíkur vegna skógræktar á Grjóthálsi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fulltrúa frá Skógræktarfélagi Húsavíkur á fund byggðarráðs og fara yfir fyrirhugað uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur.

4.Styrkumsóknir Norðurþings 2024

Málsnúmer 202405008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt verkefnastjóra á framkvæmdasviði á umsóknum Norðurþings í styrktarsjóði vegna verkefna sem koma til framkvæmda á árinu 2024.
Lagt fram til kynningar.

5.Framhaldsskólinn á Laugum - styrkbeiðni

Málsnúmer 202405016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Framhaldsskólanum á Laugum vegna Tónkvíslar 2024.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Framhaldsskólann á Laugum vegna Tónkvíslar 2024 um 100.000 kr.

6.Sólstöðuhátíð 2024

Málsnúmer 202405023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk vegna Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri 21.-23. júní 2024.
Byggðarráð samþykkir að styrkja sólstöðuhátíðina á Kópaskeri um 350.000 kr.

7.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2024

Málsnúmer 202405014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Markaðsstofu Norðurlands 2024 Norðurlands, boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Verbúðin 66, Hrísey.
Lagt fram til kynningar.

8.Hverfisráð Kelduhverfis 2023-2025

Málsnúmer 202405020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Kelduhverfis frá 24. febrúar sl. og fundargerð sameiginlegs fundar hverfisráðs Öxarfjarðar og Kelduhverfis frá 24. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Ársþing SSNE 2024

Málsnúmer 202403096Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar Þinggerð Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar
á Norðurlandi eystra, SSNE sem fram fór í Þingeyjarsveit / Skjólbrekku 18. og 19. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnar MMÞ

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 7. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Náttúruverndarnefndar Þingeyinga 2021-2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 22. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 202210054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Héraðsnefndar Þingeyinga.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Grænn Iðngarður á Bakka ehf.

Málsnúmer 202405040Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Græns Iðngarðs á Bakka ehf. 1. fundur frá 13. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.