Fara í efni

Beiðni um fjárframlag vegna Kornsamlags Þingeyinga

Málsnúmer 202405022

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 464. fundur - 16.05.2024

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hyggst reisa kornþurrkstöð við Húsavík fyrir kornþreskingu. Þurrkstöðin er hugsuð sem mikilvæg innviðauppbygging í hráefnis- og fóðurframleiðslu á Norð-Austurlandi öllu.

Óskað er eftir þáttöku Norðurþings í að gera verkefnið að veruleika með framlagi upp á 10 milljónir króna.
Byggðarráð telur að sveitarfélagið hafi tekið þátt í verkefninu með framlagi gegnum Fjárfestingarfélag Þingeyinga sem stærsti hluthafi þess félags.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við forsvarsfólk félagsins.