Fara í efni

Tillaga um uppsetningu á sviði í Skrúðgarðinn á Húsavík

Málsnúmer 202406080

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 146. fundur - 27.06.2024

Með skipulögðum hætti eða þegar veður er gott og gaman að setja upp lítinn viðburð eins og tónleika, leiksýningu eða fleira í Skrúðgarðinum. Fólk geti komið saman með nesti og notið saman.

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga:
Undirrituð leggja til kannað verði að setja upp lítið svið á góðum stað í Skrúðgarðinum á Húsavík. Þannig verði að hægt sé að halda litla viðburði með skömmum fyrirvara og aðgang að rafmagni

Bylgja Steingrímsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tóku: Hjálmar, Ingibjörg og Hafrún.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024

Á 146.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða:
Undirrituð leggja til kannað verði að setja upp lítið svið á góðum stað í Skrúðgarðinum á Húsavík. Þannig verði að hægt sé að halda litla viðburði með skömmum fyrirvara og aðgang að rafmagni.

Bylgja Steingrímsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að sviðið í Skrúðgarðinum verði staðsett samkvæmt teikningu á minnisblaði, við hlið Kvíabekkjar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024

Á 146. fundi sveitarstjórnar 27.06.2024, var eftirfarandi bókað: Til máls tóku: Hjálmar, Ingibjörg og Hafrún.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka saman kostnað við uppbyggingu sviðs við Kvíabekk og leggja fyrir ráðið að nýju.