Fara í efni

Endurskoðun framkvæmdaáætlunar fyrir 2024

Málsnúmer 202404024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 185. fundur - 09.04.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögu að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun fyrir 2024.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 188. fundur - 07.05.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnir uppfærða áætlun varðandi malbiksframkvæmdir á Húsavík í sumar.
Skipulags- og framnkvæmdaráð samþykkir tillögur sviðsstjóra að ráðast í malbiksviðgerðir og lagningu nýs slitlags á Þverholti öllu og beðið verði með frekari framkvæmdir í sumar þar til niðurstaða liggur fyrir um endanlegan kostnað.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 191. fundur - 18.06.2024

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur framkvæmdaáætlun 2024 til endurskoðunar vegna uppfærðra kostnaðaráætlana.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar uppfærðri framkvæmdaáætlun 2024 til kynningar í byggðarráði og til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 146. fundur - 27.06.2024

Á 191. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar uppfærðri framkvæmdaáætlun 2024 til kynningar í byggðarráði og til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eysteinn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærða framkvæmdaáætlun 2024.