Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025
Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer
Á 466. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir önnur mál í fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar:
Byggðarráð vísar ábendingu um ruslafötur á Kópaskeri og ábendingu um skólalóðina í Lundi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð vísar ábendingu um ruslafötur á Kópaskeri og ábendingu um skólalóðina í Lundi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
2.Endurskoðun framkvæmdaáætlunar fyrir 2024
Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur framkvæmdaáætlun 2024 til endurskoðunar vegna uppfærðra kostnaðaráætlana.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar uppfærðri framkvæmdaáætlun 2024 til kynningar í byggðarráði og til samþykktar í sveitarstjórn.
3.Umsókn um byggingarleyfi fyrirfrístundahús að Sultum 11
Málsnúmer 202405100Vakta málsnúmer
Óskað er byggingarleyfis fyrir frístundahúsi að Stekkjarsult 11 í Kelduhverfi. Húsið er 40,0 m² að grunnfleti, á einni hæð og byggt úr timbri. Teikningar eru unnar af Emil Þór Guðmundssyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð bygging falli að skilmálum deiliskipulags og heimilar því byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.
4.Bolverk ehf. sækir um lóð að Urðargerði 5
Málsnúmer 202405123Vakta málsnúmer
Bolverk ehf. sækir um lóðina að Urðargerði 5 á Húsavík. Ennfremur er þess óskað að auglýst afsláttarkjör fyrir lóðina verði látin gilda þó svo að fokheldi verði ekki náð fyrr en í árslok 2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Bolverki ehf. verði úthlutað lóðinni að Urðargerði 5 og samþykkir framlengingu afsláttarkjara miðað við að fokheldi náist fyrir árslok 2025.
5.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Þverá
Málsnúmer 202405042Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 28. maí s.l. var tekin fyrir umsókn Yggdrasils Carbon ehf um framkvæmdaleyfi til skógræktar á 128 ha svæði í Hvammsheiði í landi Þverár í Reykjahverfi. Með umsókn fylgdu hnitsettur uppdráttur afmörkunar lands, greinargerð um fyrirhugaða skógrækt sem og ræktunaráætlun. Skráning fornleifa er í vinnslu. Skipulags- og framkvæmdaráð fól skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagnar Náttúruverndarnefndar Þingeyinga sem nú liggur fyrir. Ennfremur liggja fyrir drög skipulagsfulltrúa að framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Yggdrasil Carbon ehf. verði veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar til samræmis við framlögð gögn, en með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúa verði falið eftirlit með framkvæmdinni.
6.Ósk um rekstrarleyfi gistingar vegna Aðalbrautar 16, Raufarhöfn
Málsnúmer 202406030Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna óskar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Gistihúsinu Hreiðrinu að Aðalbraut 16 á Raufarhöfn. Forsvarsmaður rekstrarleyfis yrði Angela Agnarsdóttir.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.
7.Umsókn um lóð að Stakkholti 7
Málsnúmer 202406010Vakta málsnúmer
Ragnar Hjaltested óskar eftir byggingarlóðinni að Stakkholti 7 til uppbyggingar einbýlishúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Ragnari Hjaltested verði úthlutað lóðinni að Stakkholti 7.
8.Umsókn um breytingu á Hafnarstétt 21
Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer
Óskað er leyfis til breytinga á vesturstafni Hafnarstéttar 21. Breytingar felast í því að iðnaðarhurð verður fjarlægð í stað sett minni umgangshurð. Ennfremur verði sagað niður úr gluggagati nyrst á stafninum og sett þar umgangshurð. Með erindi fylgja teikningar af breytingunum unnar af Erni Sigurðssyni tæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja erindið.
9.Umsókn um lóðarúthlutun Hraunholt 11-13
Málsnúmer 202406058Vakta málsnúmer
Sveinn Veigar Hreinsson óskar eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 11-13 til uppbyggingar á fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Sveini Veigari Hreinssyni verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 11-13.
10.Umsókn um lóð að Hraunholti 15-25
Málsnúmer 202406060Vakta málsnúmer
HG17 ehf. óskar eftir byggingarlóðum að Hraunholti 15-17, 19-21 og 23-25 til uppbyggingar þriggja fjögurra íbúða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að HG17 ehf. verði úthlutað lóðunum að Hraunholti 15-17, 19-21 og 23-25.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Skipulags- og framkvæmdaráð er meðvitað um þörf á úrbótum skólalóðar í Lundi og málið er í eðlilegum farvegi.