Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025
Málsnúmer 202405073
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 466. fundur - 06.06.2024
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Öxarfjarðar frá 24. maí sl.
Fjölskylduráð - 189. fundur - 18.06.2024
Á 466. fundi byggðarráðs 6. júní var eftirfarandi bókað undir önnur mál í fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar: Byggðarráð vísar skólamálum á Kópaskeri til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar hverfisráði Öxarfjarðar fyrir erindið. Ráðið vísar í fyrri ákvörðun bæjarstjórnar Norðurþings frá 22.september 2015 þar sem samþykkt var að framvegis gildi sú regla að séu fjögur eða fleiri börn skráð í leikskóladeildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs verði leikskóladeildin starfrækt.
Þessi ákvörðun stendur enn og yrði brugðist við ef fyrir lægi lágmarksfjöldi umsókna um leikskóladvöl á Kópaskeri.
Þessi ákvörðun stendur enn og yrði brugðist við ef fyrir lægi lágmarksfjöldi umsókna um leikskóladvöl á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 191. fundur - 18.06.2024
Á 466. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað undir önnur mál í fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar:
Byggðarráð vísar ábendingu um ruslafötur á Kópaskeri og ábendingu um skólalóðina í Lundi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð vísar ábendingu um ruslafötur á Kópaskeri og ábendingu um skólalóðina í Lundi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fara yfir þörf á almennum ruslatunnum á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð er meðvitað um þörf á úrbótum skólalóðar í Lundi og málið er í eðlilegum farvegi.
Skipulags- og framkvæmdaráð er meðvitað um þörf á úrbótum skólalóðar í Lundi og málið er í eðlilegum farvegi.
Byggðarráð Norðurþings - 481. fundur - 14.11.2024
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Öxarfjarðar frá 5. nóvember sl.
1. Umhverfis- og loftslagsstefna Norðurþings - byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
2. Sala á Bakkagötu 10, skrifstofuhúsnæði Norðurþings á Kópaskeri - byggðarráð þakkar framlagðar ábendingarnar og hefur þær í huga við framvindu málsins.
3. Önnur mál - búið er að taka ákvörðun um íbúafund þann 25. nóvember nk. í Lundi.
2. Sala á Bakkagötu 10, skrifstofuhúsnæði Norðurþings á Kópaskeri - byggðarráð þakkar framlagðar ábendingarnar og hefur þær í huga við framvindu málsins.
3. Önnur mál - búið er að taka ákvörðun um íbúafund þann 25. nóvember nk. í Lundi.
Byggðarráð Norðurþings - 488. fundur - 20.02.2025
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 22. fundar hverfisráðs Öxarfjarðar frá 25. janúar sl.
Byggðarráð vísar máli nr. 1 til skipulags- og framkvæmdaráðs og máli nr. 2 til fjölskylduráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 212. fundur - 25.02.2025
Fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá 22. janúar 2025 var tekin fyrir í byggðarráði 20. febrúar sl. Þar vísaði byggðarráð máli nr. 1 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar þeim hluta fundargerðarinnar sem fela í sér ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulags til umfjöllunar með öðrum athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu.
Fjölskylduráð - 211. fundur - 04.03.2025
Fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá 22. janúar 2025 var tekin fyrir í byggðarráði 20. febrúar sl. Þar vísaði byggðarráð máli nr. 2 til fjölskylduráðs.
Stefnt er að því að sundkennsla vorannar í Öxarfjarðarskóla hefjist 25. mars. Einnig er stefnt að því að sundkennsla skólaársins 2025-2026 fari fram í byrjun haustannar.
Ekki er stefnt að almennri opnun sundlaugarinnar í Lundi.
Ekki er stefnt að almennri opnun sundlaugarinnar í Lundi.
1. Íslandspóstur Samantektarskýrsla vegna tilraunaverkefnisins og niðurstöður úr þjónustukönnun.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma ábendingum hverfisráðs til Íslandspósts.
3. Sundlaugin í Lundi
Byggðarráð telur ótímabært að halda íbúafund vegna sundlaugarinnar og skólalóðar í Lundi fyrr en frekari gögn liggja fyrir.
4. Önnur mál
Byggðarráð vísar ábendingu um ruslafötur á Kópaskeri og ábendingu um skólalóðina í Lundi til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð vísar skólamálum á Kópaskeri til umfjöllunar í fjölskylduráði.