Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

481. fundur 14. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:25 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 8, sat fundinn Stefán Pétur Sólveigarson frá Hraðinu og FabLab fundinn.

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Á 200. fundi fjölskylduráðs var óskað eftir því við byggðarráð að rammi félagsþjónustu verði tekinn niður um 6 m.kr. og fjármagnið fært yfir á menningarsvið, þar af verði 2 m.kr. ráðstafað vegna fjölmenningarmála.
Byggðarráð samþykkir ósk fjölskylduráðs um að taka niður fjárhagsramma félagsþjónustu um 6.000.000 kr. og færa yfir á fjárhagsramma menningarsviðs.

2.Álagning gjalda 2025

Málsnúmer 202410064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áframhaldandi umræða um álagningu gjalda á árinu 2025.
Byggðarráð mun afgreiða álagningu gjalda vegna ársins 2025 á næsta fundi.

3.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Á 148. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þjónustustefnu sveitarfélagsins til síðari umræðu. Eins er stefnunni vísað til byggðarráðs, fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman athugasemdir nefndarfólks og leggja drög að uppfærðri þjónustustefnu fyrir ráðið að nýju.

4.Sóknaráætlun 2025 - 2029

Málsnúmer 202411025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á drögum að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025- 2029.
Byggðarráð vísar drögum að Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025- 2029 til umfjöllunar í sveitarstjórn.

5.Reglur um jólagjafir starfsfólks Norðurþings

Málsnúmer 202411016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að reglum um jólagjafir til starfsfólks sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi reglur, sveitarstjóra er falið að kynna reglurnar fyrir stjórnendum sveitarfélagsins.

6.Reglur um greiðslur á fatapening

Málsnúmer 202411017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að reglum um greiðslur vegna fatapeninga hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi reglur og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Hraðið miðstöð nýsköpunar og þekkingar, samtal um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202409027Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur fulltrúi frá Hraðinu til að ræða áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að rekstri FabLab Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá áframhaldandi samning vegna reksturs FabLab á Húsavík. Framlagið verður óbreytt 5. m.kr á ári næstu tvö ár.

8.Krubbur hugmyndahraðhlaup

Málsnúmer 202411024Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma fulltrúi frá Hraðinu og kynnti Krubb hugmyndahraðhlaup sem haldið verður í lok mars 2025.
Byggðarráð þakkar Stefáni Pétri Sólveigarsyni fyrir komuna á fundinn og kynninguna á Krubb. Ráðið samþykkir að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu á næsta ári með áskorun.

9.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025

Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Öxarfjarðar frá 5. nóvember sl.
1. Umhverfis- og loftslagsstefna Norðurþings - byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
2. Sala á Bakkagötu 10, skrifstofuhúsnæði Norðurþings á Kópaskeri - byggðarráð þakkar framlagðar ábendingarnar og hefur þær í huga við framvindu málsins.
3. Önnur mál - búið er að taka ákvörðun um íbúafund þann 25. nóvember nk. í Lundi.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga fundur nr. 954 haldinn þann 4. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga 2024 haldinn þann 9. október sl. og fundargerð 77. fundar stjórnar haldinn þann 30. október sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn þann 7. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Velferðarnefnd til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:25.