Fjölskylduráð
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir máli 4.
1.Gjaldskrár velferðarsviðs 2025
Málsnúmer 202406021Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð byrjar yfirferð sína yfir gjaldskrár sviðsins fyrir árið 2025.
Ráðið mun halda áfram á næsta fundi umfjöllun um gjaldskrár sviðsins 2025.
2.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025
Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer
Á 466. fundi byggðarráðs 6. júní var eftirfarandi bókað undir önnur mál í fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar: Byggðarráð vísar skólamálum á Kópaskeri til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar hverfisráði Öxarfjarðar fyrir erindið. Ráðið vísar í fyrri ákvörðun bæjarstjórnar Norðurþings frá 22.september 2015 þar sem samþykkt var að framvegis gildi sú regla að séu fjögur eða fleiri börn skráð í leikskóladeildina 1. maí ár hvert vegna komandi skólaárs verði leikskóladeildin starfrækt.
Þessi ákvörðun stendur enn og yrði brugðist við ef fyrir lægi lágmarksfjöldi umsókna um leikskóladvöl á Kópaskeri.
Þessi ákvörðun stendur enn og yrði brugðist við ef fyrir lægi lágmarksfjöldi umsókna um leikskóladvöl á Kópaskeri.
3.Ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms
Málsnúmer 202406042Vakta málsnúmer
Tónlistarskóli Akureyrar óskar eftir því að Norðurþing greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms vegna tveggja nemenda.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna til samræmis við verklagsreglur vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
4.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024
Málsnúmer 202406045Vakta málsnúmer
Hverfisnefndir Mærudaga sækja um styrk að upphæð 100.000 í Lista- og menningarsjóð Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir styrk að upphæð 100.000 kr. til hverfisnefnda Mærudaga í tilefni af 30 ára afmæli Mærudaga. Samþykkt með atkvæðum Bylgju, Hönnu, Helenu og Ísaks. Jónas situr hjá.
Fundi slitið - kl. 10:00.