Ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms
Málsnúmer 202406042
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 189. fundur - 18.06.2024
Tónlistarskóli Akureyrar óskar eftir því að Norðurþing greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms vegna tveggja nemenda.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna til samræmis við verklagsreglur vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
Fjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms Hafdísar Ingu Kristjánsdóttur og Írisar Ölmu Kristjánsdóttur.
Fjölskylduráð samþykkir að greiða kennslukostnað vegna tónlistarnáms Írisar Ölmu. Ráðið hafnar beiðni um að greiða kennslukostnað vegna tónlistarnáms Hafdísar Ingu þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði í verklagsreglum Norðurþings vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
Til samræmis við þessa ákvörðun er sveitarstjóra falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemanda til tónlistarnáms.
Til samræmis við þessa ákvörðun er sveitarstjóra falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemanda til tónlistarnáms.