Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði
Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer
Drög að teikningum fjölnota húsnæðis við Borgarhólsskóla eru lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði og Ástríði frá Basalt arkitektum fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna tillögurnar fyrir stjórnendum á sviðinu. Fjölskylduráð fjallar aftur um málið á næsta fundi.
2.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2024-2025.
Málsnúmer 202403100Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar 2024-2025.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.
3.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2024-2025.
Málsnúmer 202403103Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Öxarfjarðarskóla 2024-2025.
Fjölskylduráð samþykkir leikskóla- og grunnskóladagatalið.
4.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2024-2025.
Málsnúmer 202403112Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur 2024-2025.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.
5.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2024-2025.
Málsnúmer 202403106Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Borgarhólsskóla 2024-2025.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.
6.Frístund - Starfsdagatal 2024-2025
Málsnúmer 202404062Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsdagatal Frístundar 2024-2025.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.
7.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2024-2025.
Málsnúmer 202403109Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar skóladagatal Grænuvalla 2024-2025.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatalið.
8.Frístund - Starfsreglur - Endurskoðun 2023
Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun starfsreglna Frístundar í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Eftirfarandi er lagt til:
Systkinaafsláttur samkvæmt gjaldskrá Frístundar.:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Systkinaafsláttur samkvæmt gjaldskrá Frístundar.:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
9.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023
Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun starfsreglna leikskóla í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Lögð er til eftirfarandi breyting á systkinaafslætti:
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Með öðru barni 50%
Með þriðja barni 75%
Systkinaafsláttur er einnig veittur systkinum sem eru annars vegar í Frístund og hins vegar í leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
10.Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.
Málsnúmer 202306085Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um heimgreiðslur.
Fjölskylduráð samþykkir að framlengja heimgreiðslur til 30. júní 2025. Lagt er til að önnur málsgrein reglna um heimgreiðslur verði eftirfarandi:
Markmið með heimgreiðslum er að aðstoða barnafjölskyldur við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólapláss. Heimgreiðslur miðast við að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
-
Að foreldri/forráðamaður og barn eigi lögheimili í Norðurþingi.
-
Að barn sé orðið 12 mánaða og ekki eldra en 24 mánaða.
-
Að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir framangreint og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Markmið með heimgreiðslum er að aðstoða barnafjölskyldur við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólapláss. Heimgreiðslur miðast við að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
-
Að foreldri/forráðamaður og barn eigi lögheimili í Norðurþingi.
-
Að barn sé orðið 12 mánaða og ekki eldra en 24 mánaða.
-
Að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir framangreint og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
11.Gjaldskrár Norðurþings 2024
Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar að nýju um endurskoðun gjaldskráa í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á forsendum gjaldskráa sveitarfélaga með nýjum kjarasamningum á almennum markaði.
Undirrituð leggur til að eftirfarandi gjaldskrár fjölskyldusviðs hækki um 3,5% frá gjaldskrá ársins 2023: Borgin, Borgin-sumarfrístund, Miðjan, mötuneyti, Frístund, Sumarfrístund og Tónlistarskóli. Lagt er til að vistunar- og fæðisgjöld leikskóla hækki um 3% frá gjaldskrá ársins 2023.
Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.
Helena Eydís.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu Helenu Eydísar og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Jafnframt að systkinaafsláttur verði 50% fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja barn og að afslátturinn flæði á milli leikskóla og frístundar allt árið.
Helena Eydís.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu Helenu Eydísar og vísar henni til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
12.Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara
Málsnúmer 202311102Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar verðtilboð í framkvæmd könnunar á þjónustu Norðurþings við eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir að taka tilboði Þekkingarnets Þingeyinga og felur félagsmálastjóra að vinna að framkvæmd könnunarinnar.
13.17.júní hátíðarhöld 2024
Málsnúmer 202401120Vakta málsnúmer
Dagskrá að 17. júní hátíðarhöldum í Norðurþingi lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:20.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 13.
Sigríður Sigþórsdóttir og Ásríður Magnúsdóttir arkitektar hjá Basalt sátu fundinn undir lið 1.
Kristrún Birgisdóttir frá Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 2.
Christoph Wöll kennari við Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 3.
Guðni Bragason skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir lið 4.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 5. og 6.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri og Ágústa Pálsdóttir frá leikskólanum Grænuvöllum sátu fundinn undir lið 7.