Könnun á þjónustu Norðurþings við eldri borgara
Málsnúmer 202311102
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 170. fundur - 28.11.2023
Lagt er til við fjölskylduráð að gera könnun á þjónustu við eldri borgara Norðurþings, hvernig eldri borgarar meta þjónustuna sem verið að veita af hendi sveitarfélagsins er tengist lögboðnu félagsstarfi m.t.t. þess hvernig hægt er að bæta þjónustuna.
Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024
Fyrir fjölskylduráði liggja til kynningar verðtilboð í framkvæmd könnunar á þjónustu Norðurþings við eldri borgara.
Fjölskylduráð samþykkir að taka tilboði Þekkingarnets Þingeyinga og felur félagsmálastjóra að vinna að framkvæmd könnunarinnar.
Félagsmálastjóra er falið að leita tilboða í framkvæmd könnunarinnar, gera drög að könnuninni og leggja fyrir ráðið að nýju.