Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

196. fundur 10. september 2024 kl. 13:00 - 16:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Birna Björnsdóttir varamaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson varamaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 14:51.

1.Borgarhólsskóli - Hönnun skólalóðar

Málsnúmer 202409023Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur frumdrög að hönnun skólalóðar Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar frumdrögum hönnunar skólalóðar til kynningar í fjölskylduráði.

2.Öxarfjarðarskóli - Hönnun skólalóðar

Málsnúmer 202305071Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur frumdrög að hönnun skólalóðar Öxarfjarðarskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar frumdrögum hönnunar skólalóðar til kynningar í fjölskylduráði.

3.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tilboð verkfræðistofunnar Eflu um verkfræðiráðgjöf vegna hönnunar á viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

4.Lækkun á hámarkshraða á Kópaskeri og Raufarhöfn

Málsnúmer 202408092Vakta málsnúmer

Tillaga sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um lækkun á hámarkshraða á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Tillaga um hraðatakmarkanir á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Tillagan felur í sér að hámarkshraði á Kópaskeri og Raufarhöfn verði 30 km/klst.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði könnun meðal íbúa í gegnum íbúasamráð á betraisland.is sem verður nánar auglýst síðar.

5.Akstur um Hraunholt

Málsnúmer 202409021Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögu að breyttu fyrirkomulagi á akstri í Hraunholti á Húsavík.
Sviðsstjóri upplýsti skipulags- og framkvæmdaráð um óskir eigenda húsa við Hraunholt í þá veru að breyta fyrirkomulagi á akstri í götunni þannig að Hraunholt verði ekki botngata. Akstur verði heimilaður til vesturs út á Langholt en samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gatan sem hús nr. 10-28 standa við botnlangi.
Sviðsstjóri leggur til að honum verði falið að kanna formlega hug eigenda húsa við Hraunholt sem breytingin hefði áhrif á.

Kristinn Jóhann Lund er á móti tillögunni.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir tillöguna.

6.Dýraeftirlitsmaður Norðurþings

Málsnúmer 202409019Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti stöðu mála varðandi dýraeftirlit og samþykkt um hunda- og kattahald.
Sviðsstjóri skýrði stöðu mála varðandi dýraeftirlitsmann en Norðurþing hefur ekki sérstakan dýraeftirlitsmann starfandi fyrir sveitarfélagið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

7.Fjallskil á Melrakkasléttu, ósk um tvær aðalréttir, Leirhafnarrétt og Höfðarétt

Málsnúmer 202407009Vakta málsnúmer

Svar frá fjallskilastjóra á Melrakkasléttu vegna beiðni ábúenda á Höfða um að gera Höfðarétt að aðalrétt.
Á 193. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að óska eftir umsögn fjallskilastjóra á Melrakkasléttu um tillögu að breytingu á fjallskilasamþykkt Norðurþings, en ábúendur á Höfða Austursléttu hafa óskað eftir að í Sléttudeild verði tvær aðalréttir.


Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar því að í Sléttudeild verði tvær aðalréttir þar sem engar breytingar hafa orðið á svæðinu sem kalla á breytinguna.

Birna Björnsdóttir er samþykk því að hafa tvær aðalréttir.

Kristinn Jóhann Lund situr hjá.

8.Reiturinn 2. áfangi - landmótun

Málsnúmer 202404113Vakta málsnúmer

Tillaga frá sviðsstjóra um landmótun í Reitnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sviðsstjóra.

9.Kolefnisspor Norðurlands eystra 2022

Málsnúmer 202409008Vakta málsnúmer

Skýrsla frá SSNE varðandi kolefnisspor Norðurlandi eystra 2022, til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.