Fara í efni

Fjallskil á Melrakkasléttu, ósk um tvær aðalréttir, Leirhafnarrétt og Höfðarétt

Málsnúmer 202407009

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024

Ábúendur á Höfða við Raufarhöfn óska eftir breytingu fjallskilasamþykkta Norðurþings þess efnis að í Sléttudeild verði hér eftir tvær aðalréttir, ein austast og nefnist Höfðarétt og hin eins og verið hefur vestast og nefnist hún áfram Leirhafnarrétt.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir umsögn fjallskilastjóra Melrakkasléttu.