Fjallskil á Melrakkasléttu, ósk um tvær aðalréttir, Leirhafnarrétt og Höfðarétt
Málsnúmer 202407009
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024
Ábúendur á Höfða við Raufarhöfn óska eftir breytingu fjallskilasamþykkta Norðurþings þess efnis að í Sléttudeild verði hér eftir tvær aðalréttir, ein austast og nefnist Höfðarétt og hin eins og verið hefur vestast og nefnist hún áfram Leirhafnarrétt.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir umsögn fjallskilastjóra Melrakkasléttu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 196. fundur - 10.09.2024
Svar frá fjallskilastjóra á Melrakkasléttu vegna beiðni ábúenda á Höfða um að gera Höfðarétt að aðalrétt.
Á 193. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að óska eftir umsögn fjallskilastjóra á Melrakkasléttu um tillögu að breytingu á fjallskilasamþykkt Norðurþings, en ábúendur á Höfða Austursléttu hafa óskað eftir að í Sléttudeild verði tvær aðalréttir.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar því að í Sléttudeild verði tvær aðalréttir þar sem engar breytingar hafa orðið á svæðinu sem kalla á breytinguna.
Birna Björnsdóttir er samþykk því að hafa tvær aðalréttir.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs hafnar því að í Sléttudeild verði tvær aðalréttir þar sem engar breytingar hafa orðið á svæðinu sem kalla á breytinguna.
Birna Björnsdóttir er samþykk því að hafa tvær aðalréttir.
Kristinn Jóhann Lund situr hjá.