Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögu að breyttu fyrirkomulagi á akstri í Hraunholti á Húsavík.
Sviðsstjóri upplýsti skipulags- og framkvæmdaráð um óskir eigenda húsa við Hraunholt í þá veru að breyta fyrirkomulagi á akstri í götunni þannig að Hraunholt verði ekki botngata. Akstur verði heimilaður til vesturs út á Langholt en samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gatan sem hús nr. 10-28 standa við botnlangi. Sviðsstjóri leggur til að honum verði falið að kanna formlega hug eigenda húsa við Hraunholt sem breytingin hefði áhrif á.
Kristinn Jóhann Lund er á móti tillögunni.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir tillöguna.
Sviðsstjóri leggur til að honum verði falið að kanna formlega hug eigenda húsa við Hraunholt sem breytingin hefði áhrif á.
Kristinn Jóhann Lund er á móti tillögunni.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir tillöguna.