Lækkun á hámarkshraða á Kópaskeri og Raufarhöfn
Málsnúmer 202408092
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 196. fundur - 10.09.2024
Tillaga sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um lækkun á hámarkshraða á Kópaskeri og Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 205. fundur - 03.12.2024
Niðurstaða könnunar á meðal íbúa á Raufarhöfn um lækkun á hámarkshraða.
Skoðanakönnun varðandi umferðarhraða á Raufarhöfn fór fram 6.-13. nóvember á Betraisland.is. Könnunin var gerð vegna áskorana frá íbúum á Raufarhöfn og alls gátu 206 íbúar tekið þátt og kosið. Könnunin var auglýst á heimasíðu Norðurþings og á samfélagsmiðlum.
Alls kusu 20 manns, 16 voru á móti og 4 með tillögunni sem felur í sér að lækka hámarkshraða í þorpinu úr 50 í 30 km/klst. 12 skrifuðu rök með eða móti tillögunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að halda umferðarhraða á Raufarhöfn óbreyttum. Á Kópaskeri verði auglýstur hámarkshraði 30 km/klst. frá þjóðvegi til samræmis við umferðarmerkingar.
Alls kusu 20 manns, 16 voru á móti og 4 með tillögunni sem felur í sér að lækka hámarkshraða í þorpinu úr 50 í 30 km/klst. 12 skrifuðu rök með eða móti tillögunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að halda umferðarhraða á Raufarhöfn óbreyttum. Á Kópaskeri verði auglýstur hámarkshraði 30 km/klst. frá þjóðvegi til samræmis við umferðarmerkingar.
Tillagan felur í sér að hámarkshraði á Kópaskeri og Raufarhöfn verði 30 km/klst.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði könnun meðal íbúa í gegnum íbúasamráð á betraisland.is sem verður nánar auglýst síðar.