Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

205. fundur 03. desember 2024 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hilmar Valur Gunnarsson frá Þekkingarneti Þingeyinga sat fundinn undir lið 1.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir liðum 4 og 5.

1.LOFTUM - kynning á verkefninu og rafrænum skóla

Málsnúmer 202410098Vakta málsnúmer

Hilmar Valur Gunnarsson frá Þekkingarneti Þingeyinga kynnti verkefnið LOFTUM fyrir skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hilmari Vali Gunnarssyni, fulltrúa LOFTUM, fyrir komuna á fundinn.

2.Lækkun á hámarkshraða á Kópaskeri og Raufarhöfn

Málsnúmer 202408092Vakta málsnúmer

Niðurstaða könnunar á meðal íbúa á Raufarhöfn um lækkun á hámarkshraða.
Skoðanakönnun varðandi umferðarhraða á Raufarhöfn fór fram 6.-13. nóvember á Betraisland.is. Könnunin var gerð vegna áskorana frá íbúum á Raufarhöfn og alls gátu 206 íbúar tekið þátt og kosið. Könnunin var auglýst á heimasíðu Norðurþings og á samfélagsmiðlum.
Alls kusu 20 manns, 16 voru á móti og 4 með tillögunni sem felur í sér að lækka hámarkshraða í þorpinu úr 50 í 30 km/klst. 12 skrifuðu rök með eða móti tillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að halda umferðarhraða á Raufarhöfn óbreyttum. Á Kópaskeri verði auglýstur hámarkshraði 30 km/klst. frá þjóðvegi til samræmis við umferðarmerkingar.

3.Aðstaða í íþróttahúsinu í Lundi

Málsnúmer 202411075Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá formanni íþróttafélagsins Þingeyings og skólastjóra Öxarfjarðarskóla þar sem óskað er eftir því að tekið verði tillit til eftirfarandi þátta í fyrirhuguðum framkvæmdum á íþróttamannvirkinu í Lundi:
- Geymslulausnir fyrir búnað íþróttafélagsins og Öxarfjarðarskóla
- Drykkjarlausnir fyrir iðkendur
- Aðstaða fyrir kennara og þjálfara
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar og mun taka tillit til þeirra í fyrirhuguðum framkvæmdum á íþróttamannvirkinu í Lundi. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma upp drykkjarfonti fyrir iðkendur í íþróttahúsinu í samráði við skólastjóra.

4.Breyting aðalskipulags vegna þjónustusvæðis í Aksturslág

Málsnúmer 202411088Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggja drög að breytingu aðalskipulags vegna verslunar- og þjónustusvæðis í Aksturslág á Húsavík.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna tillöguna áfram ásamt frumtillögu að deiliskipulagi sama svæðis.

5.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags Stórhóls/Hjarðarholts á Húsavík ásamt skýringarmyndum og sneiðingum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna tillöguna áfram til samræmis við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:00.