Fara í efni

Aðstaða í íþróttahúsinu í Lundi

Málsnúmer 202411075

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 205. fundur - 03.12.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá formanni íþróttafélagsins Þingeyings og skólastjóra Öxarfjarðarskóla þar sem óskað er eftir því að tekið verði tillit til eftirfarandi þátta í fyrirhuguðum framkvæmdum á íþróttamannvirkinu í Lundi:
- Geymslulausnir fyrir búnað íþróttafélagsins og Öxarfjarðarskóla
- Drykkjarlausnir fyrir iðkendur
- Aðstaða fyrir kennara og þjálfara
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar og mun taka tillit til þeirra í fyrirhuguðum framkvæmdum á íþróttamannvirkinu í Lundi. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma upp drykkjarfonti fyrir iðkendur í íþróttahúsinu í samráði við skólastjóra.