Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

195. fundur 27. ágúst 2024 kl. 13:00 - 14:25 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Breyting deiliskipulag Holtahverfis

Málsnúmer 202408043Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur tillaga að breytingu deiliskipulags í Holtahverfi unnin af Vigfúsi Sigurðssyni hjá Cowi. Breytingar lúta að stærðum lóða, breyttum byggingarrétti á lóðum og breyttri númeringu lóða að Hraunholti 7-25 skv. gildandi deiliskipulagi. Breytingar taka mið af áður fram komnum óskum lóðarhafa óbyggðra lóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagstillöguna eins og hún var lögð fram skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Stórinúpur óskar byggingarleyfis fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 202408055Vakta málsnúmer

Óskað er byggingarleyfis fyrir 64,8 m² viðbyggingu við Lund gistiheimili. Teikningar eru unnar af Birni Sveinssyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að fyrirhuguð viðbygging hafi neikvæð áhrif á nágranna vegna umhverfisaðstæðna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

3.Erindi frá Fuglavernd vegna plægingar lands í Saltvík til skógræktar

Málsnúmer 202408059Vakta málsnúmer

Fuglavernd óskar eftir gögnum vegna framkvæmdaleyfis til jarðvinnslu vegna skógræktar í landi Saltvíkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara erindi Fuglaverndar og senda umbeðin gögn.

4.Krafa um ógildingu ákvarðana um framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda í landi Þverár

Málsnúmer 202408066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, vegna stjórnsýslukæra nr. 89/2024 á Norðurþing frá félaginu Náttúrugrið, almannasamtökum á sviði líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika.
Kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings um að veita Yggdrasil Carbon framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Saltvíkur og í landi Þverár í Reykjahverfi og brot á þátttökurétti í málsmeðferð þessarar ákvarðana.
Sveitarfélagið hefur móttekið kæruna með formlegum hætti og mun skila inn umsögn til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins í málinu innan tilskilins frests.
Gögn málsins kynnt.

5.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs f.h. Norðurþings óskar þess að skipulags- og framkvæmdaráð láti vinna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir skólasvæðið á Húsavík vegna áforma um að byggja fjölnotahúsnæði við Borgarhólsskóla. Fyrir fundi liggja tillögur að hönnun hússins og afstöðu þess.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags skólasvæðisins sem miðar að því að heimila fyrirhugaða uppbyggingu.

6.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Tillaga frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs varðandi stærð á kjallara undir nýju fjölnotahúsnæði við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra.

7.Framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg

Málsnúmer 202408075Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur sækir um leyfi fyrir stígagerð samhliða lagningu kaldavatnsstofns.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Orkuveitu Húsavíkur.

Fundi slitið - kl. 14:25.