Breyting deiliskipulag Holtahverfis
Málsnúmer 202408043
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 195. fundur - 27.08.2024
Fyrir fundi liggur tillaga að breytingu deiliskipulags í Holtahverfi unnin af Vigfúsi Sigurðssyni hjá Cowi. Breytingar lúta að stærðum lóða, breyttum byggingarrétti á lóðum og breyttri númeringu lóða að Hraunholti 7-25 skv. gildandi deiliskipulagi. Breytingar taka mið af áður fram komnum óskum lóðarhafa óbyggðra lóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagstillöguna eins og hún var lögð fram skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 201. fundur - 22.10.2024
Nú er lokið kynningarferli breytingar deiliskipulags Holtahverfis. Umsagnir bárust frá þremur aðilum. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og slökkviliðsstjóri tilkynntu að ekki væru athugasemdir við breytinguna af hálfu þeirra stofnana. Guðný María Waage kom á framfæri ábendingu vegna stafsetningarvillu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Sveitarstjórn Norðurþings - 148. fundur - 31.10.2024
Á 201. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingar. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.