Fara í efni

Björgunarsveitin Garðar sækir um lóð að Norðurgarði 7-9

Málsnúmer 202503051

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 31. fundur - 19.03.2025

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur umsókn um lóð að Norðurgarði 7-9 á Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í umsókn Björgunarsveitarinnar Garðars um lóð að Norðurgarði 7-9 og leggur til við sveitarstjórn að lóðunum verði úthlutað til Björgunarsveitarinnar Garðars.

Sveitarstjórn Norðurþings - 152. fundur - 03.04.2025

Á 31. fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í umsókn Björgunarsveitarinnar Garðars um lóð að Norðurgarði 7-9 og leggur til við sveitarstjórn að lóðunum verði úthlutað til Björgunarsveitarinnar Garðars.
Ingibjörg vék af fundinum undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.