Umsókn um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á landi Lóns 2
Málsnúmer 202311066
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 175. fundur - 21.11.2023
Guðríður Baldvinsdóttir, f.h. Lóns 2 ehf, óskar framkvæmdaleyfis fyrir skógrækt á 25,8 ha svæði í landi Lóns 2 í Kelduhverfi. Meðfylgjandi erindi er lýsing á fyrirhugaðri framkvæmd og hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun landsins. Fram kemur í umsókn að ekki séu skráðar fornminjar á umræddri landspildu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði leyfi til skógræktar á svæðinu, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023
Á 175. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði leyfi til skógræktar á svæðinu, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði leyfi til skógræktar á svæðinu, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.