Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

137. fundur 28. september 2023 kl. 13:00 - 15:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Málefni Húsavíkurflugvallar

Málsnúmer 202211098Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn hefur til umfjöllunar áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll.
Til máls tóku: Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn Norðurþings bókar:
Byggðarráð og sveitarstjórn Norðurþings hafa áréttað mikilvægi áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll sem hluta af samgöngukerfi Þingeyinga. Flugið skipar mikilvægan sess í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem framundan er með tilkomu Grænna Iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar, landeldi og ferðaþjónustu sem er ein stærsta atvinnugreinin á svæðinu. Enn fremur er flugið mikilvægt fyrir íbúa sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið, s.s. heilbrigðisþjónustu og vegna atvinnusóknar.

Fulltrúar Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofu og stéttarfélagsins Framsýnar hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri við flugrekstraraðila, samgönguyfirvöld, þingmenn og ráðherra. Ný hyllir undir að niðurstaða fáist í málið. Það er von okkar og trú að sú niðurstaða verði farsæl Þingeyingum til heilla.

2.Erindi frá SSNE vegna Uppbyggingarsjóðs

Málsnúmer 202309101Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf frá SSNE varðandi Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þar sem sveitarfélög og sveitarstjórnarfulltrúar eru hvattir til að vekja athygli á Uppbyggingarsjóði á miðlum sveitarfélagsins sem og í nærsamfélaginu.
Til máls tók: Helena.

Lagt fram til kynningar.

3.Skipun starfshóps um byggingu nýs leikskóla á Húsavík

Málsnúmer 202309127Vakta málsnúmer

Það hefur lengi verið stefna Norðurþings að bjóða öllum 12 mánaða börnum upp á leikskólapláss. Nú er svo komið með auknum fjölda íbúa að framundan er að biðlistar fari að myndast eftir leikskólaplássi fyrir 12-24 mánaða börn. Frá árinu 2007 hefur hluti af starfsemi Grænuvalla verið í einingum sem litið hefur verið á sem bráðabirgða úrræði. Þar má nefna deildina Hól, aðstöðu starfsfólks að Iðavöllum 8 og yngri barna deildina Róm sem er í þeirri aðstöðu sem starfsfólk hafði áður. Grænuvellir verða í vetur 160 barna leikskóli og með framangreindum bráðabirgðaúrræðum er komið að þolmörkum þar bæði hvað varðar aðstöðu en ekki síður aðkomu að leikskólanum.

Mikilvægt er að hefja greiningarvinnu vegna fjölgunar íbúa og áhrif þess á þörf fyrir fleiri leikskólarými á Húsavík. Jafnframt að greina hvers konar leikskólaúrræði væri skynsamlegast að koma upp, fyrir yngri börn, fyrir eldri börn eða blandaðan aldurshóp barna.

Undirrituð leggja til að skipaður verði starfshópur sem vinna muni greiningu á framangreindu og skila til fjölskylduráðs og byggðarráðs tillögum að mögulegum staðsetningum fyrir leikskóla á Húsavík.

Hópurinn skili tillögum í eigi síðar en 1. maí 2024. Gert verði ráð fyrir allt að 6 fundum hópsins. Fjárheimildir vegna þóknunar til fulltrúa í hópnum, gagnaöflunar, utanaðkomandi ráðgjafar og annars tilfallandi verði allt að 2.200.000 kr., þar af allt að 400.000 kr. fram til áramóta. Þóknun vegna vinnu í hópnum nemi 50% af þóknun fyrir fundarsetu í fastanefndum sveitarfélagsins og ekki verði greitt sérstaklega fyrir formennsku.

Lagt er til að fjölskylduráð skipi í hópinn ásamt því að lögð fram tillaga að erindisbréfi hópsins.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Til máls tóku: Ingibjörg, Benóný, Áki, Hjálmar, Hafrún, Aldey og Helena.


Ingibjörg leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:

Það hefur lengi verið stefna Norðurþings að bjóða öllum 12 mánaða börnum upp á leikskólapláss. Nú er svo komið með auknum fjölda íbúa að framundan er að biðlistar fari að myndast eftir leikskólaplássi fyrir 12-24 mánaða börn. Frá árinu 2007 hefur hluti af starfsemi Grænuvalla verið í einingum sem litið hefur verið á sem bráðabirgða úrræði. Þar má nefna deildina Hól, aðstöðu starfsfólks að Iðavöllum 8 og yngri barna deildina Róm sem er í þeirri aðstöðu sem starfsfólk hafði áður. Grænuvellir verða í vetur 160 barna leikskóli og með framangreindum bráðabirgðaúrræðum er komið að þolmörkum þar bæði hvað varðar aðstöðu en ekki síður aðkomu að leikskólanum. Mikilvægt er að hefja greiningarvinnu vegna fjölgunar íbúa og áhrif þess á þörf fyrir fleiri leikskólarými á Húsavík. Jafnframt að greina hvers konar leikskólaúrræði væri skynsamlegast að koma upp, fyrir yngri börn, fyrir eldri börn eða blandaðan aldurshóp barna. Undirrituð leggja til að skipaður verði starfshópur sem vinna muni greiningu á framangreindu og skila til fjölskylduráðs og byggðarráðs tillögum að mögulegum staðsetningum fyrir leikskóla á Húsavík. Hópurinn skili tillögum í eigi síðar en 1. maí 2024. Gert verði ráð fyrir allt að 6 fundum hópsins. Lagt er til að fjölskylduráð skipi í hópinn ásamt því að lögð fram tillaga að erindisbréfi hópsins.

Tillaga Ingibjargar er borin upp til atkvæða, tillagan er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Áka, Eiðs, Benónýs, Hafrúnar, Hjálmars, Ingibjargar og Soffíu.
Helena situr hjá.

4.Jafnlaunastefna Norðurþings

Málsnúmer 202308031Vakta málsnúmer

Á 440. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi jafnlaunastefnu Norðurþings og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hafrún.

Jafnlaunastefna er samþykkt samhljóða.

Stefnan verður birt á vefsíðu sveitarfélagsins.

5.Endurskoðun samþykkta Norðurþings

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Vinna við viðauka við samþykktir um stjórn og fundarsköp Norðurþings um fullnaðarafgreiðslur ráða, stjórna, nefnda og starfsmanna sveitarfélagsins hefur verið í gangi frá upphafi núverandi kjörtímabils. Hér liggur fyrir sveitarstjórn til fyrri fyrri umræðu viðauki við samþykktir sveitarfélagsins.


Til máls tóku: Hafrún, Helena og Hjálmar.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að málinu verði vísað til úrvinnslu í byggðarráði, fjölskylduráð og skipulags- og framkvæmdaráð á milli umræðna.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

6.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur þjónustustefna Norðurþings til fyrri umræðu.
Til máls tóku: Bergþór, Hafrún og Aldey.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa þjónustustefnu sveitarfélagsins til síðari umræðu.

7.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Niðurstaða spretthóps um húsnæði fyrir frístund barna er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum.

Á 161. fundi fjölskylduráðs og 166. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var málið á dagskrá og gerðu ráðin ekki athugasemd við niðurstöður spretthópsins og málinu því vísað til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Helena, Benóný, Áki, Aldey, Hafrún, Soffía og Hjálmar.


Niðurstaða spretthópsins um húsnæði fyrir frístund barna á Húsavík er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum. Tillagan er samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um lóð að Hraunholti 3

Málsnúmer 202308070Vakta málsnúmer

Á 166. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Belkod ehf.

Umsækjandi hefur óskað eftir nafnabreytingu á umsókn og því lagt til að lóðinni verði úthlutað til Verkfélagið ehf. í samræmi við ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs.
Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.

9.Vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar

Málsnúmer 202308064Vakta málsnúmer

Á 166. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað:


Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi vinnureglur verði lagðar til grundvallar veitinga umsagna vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar frá 1. október 2023:

1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi.

2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.

3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.

4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði.

Með reglum þessum falli út vinnureglur sem settar voru í apríl 2018.
Til máls tóku: Soffía og Aldey.

Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulag íbúðarsvæðis Í1 á Húsavík

Málsnúmer 202309044Vakta málsnúmer

Á 167. fundi skipulags- og framkvæmdráðs, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna lagfæringar á skipulags- og matslýsingunni til samræmis við umræður á fundinum. M.a. vantar tímaáætlun á skipulagsferlið. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin með breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.

Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um lóðirnar að Hrísmóum 3 og 5 undir þurrkstöð

Málsnúmer 202308050Vakta málsnúmer

Á 168. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað: Í þeim upplýsingum sem fram koma af hálfu umsækjanda er í upphafi aðeins ætlunin að koma upp þurrkunarbúnaði. Fyrirferð á búnaði er ekki mikil og ekki hægt að réttlæta úthlutun stórrar og verðmætrar byggingarlóðar á iðnaðarsvæði við Húsavík undir þennan búnað. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að lóðunum verði ekki úthlutað að svo komnu.
Til máls tóku: Hjálmar, Soffía, Benóný og Aldey.

Hjálmar leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað.
Tillaga Hjálmars er samþykkt samhljóða.

12.Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu

Málsnúmer 202309125Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu
Samþykkt samhljóða.

13.Viðaukar 04 Fræðslumál

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Á 441. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka af fræðslusviði, samtals að fjárhæð 23.505.000 kr., og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Tónlistaskóli- viðauki nr. 5, vegna launauppgjörs 6.200.000 kr.
Raufarhafnarskóli- viðauki nr. 6, vegna skóla í skýjunum 5.000.000 kr.
Öxafjarðarskóli- viðauki nr. 7, vegna skólaaksturs 5.200.000 kr.
Leikskólinn Grænuvellir- viðauki nr. 8, vegna fjölgunar barna í haust 7.105.000 kr.

Samtals fjárhæð viðauka 23.505.000 kr, viðaukarnir hafa áhrif til lækkunar á handbæru fé aðalsjóðs að sömu fjárhæð.
Til máls tók: Helena og Aldey.

Samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Eiðs, Benónýs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars, Ingibjargar og Soffíu.
Áki situr hjá.

14.Viðauki 06 Æskulýðs og íþróttamál

Málsnúmer 202309029Vakta málsnúmer

Á 441. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að fjárhæð 7.786.000 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Samþættingarverkefni- viðauki nr.4, vegna samnings við Völsung um þjálfun 7.786.000 kr.

Samtals fjárhæð viðauka 7.786.000 kr, viðaukinn hefur áhrif til lækkunar á handbært fé aðalsjóðs að sömu fjárhæð.
Til máls tóku: Benóný, Helena, Ingibjörg, Hafrún og Aldey.

Samþykkt samhljóða.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 165

Málsnúmer 2308004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 165. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Framkvæmdir Rarik á Húsavík 2023": Áki og Soffía.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 166

Málsnúmer 2308008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 166. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 167

Málsnúmer 2309002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 167. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 168

Málsnúmer 2309006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 168. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð - 161

Málsnúmer 2308003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 161. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð - 162

Málsnúmer 2308009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 162. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 7 "Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra": Helena og Benóný.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

21.Byggðarráð Norðurþings - 439

Málsnúmer 2308005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 439. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 440

Málsnúmer 2309001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 440. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 441

Málsnúmer 2309004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 441. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Hálfsársuppgjör Norðurþings": Aldey, Hafrún, Helena, Hjálmar, Benóný og Áki.


Fyrir hönd M, S og V lista óska undirrituð bókað:

Nýlega var lagt fram í Byggðaráði Norðurþings 6 mánaða uppgjör fyrir árið 2023. Þar kemur fram að A hluti sveitarsjóðs er rekinn með 229 milljón króna tapi sem er mun verri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir. Tvennt skýrir þessa slæmu afkomu; annars vegar mikil hækkun launa og launatengdra gjalda og hins vegar hækkun á lífeyrisskuldbindingu.

Laun og launatengd gjöld voru um 100 milljónum króna hærri en áætlun sveitarfélagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Því miður bendir margt til þess að þessi þróun hafi haldið áfram samanber nýlega gjalda-viðauka sem samþykktir voru í Byggðaráði í september.

Þessi mikla aukning á launum og launatengdum gjöldum í A-hluta sveitarfélagsins kallar á aðgerðir ef ekki á illa að fara. Við undirrituð teljum skynsamlegt að sveitarstjóra yrði falið að skila hagræðingartillögum til sveitarstjórnar sem fela í sér að draga úr launakostnaði sveitarfélagsins og verði sérstaklega horft til þeirra starfa sem dýrust eru. Skoðað verði sérstaklega hvort hægt sé að ná fram hagræðingu við yfirstjórn og einnig hvort hægt er að fá fram samvinnu á milli verklegra sviða sveitarfélagsins.

Aldey Unnar Traustadóttir, Áki Hauksson, Benóný Valur Jakobsson og Ingibjörg Benediktsdóttir



Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

24.Byggðarráð Norðurþings - 442

Málsnúmer 2309007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 442. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 15

Málsnúmer 2308007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar stjórnar hafnasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Orkuveita Húsavíkur ohf - 247

Málsnúmer 2309003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 247. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:20.