Vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar
Málsnúmer 202308064
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 166. fundur - 05.09.2023
Á fundi ráðsins 29. ágúst s.l. óskuðu Kristinn Lund og Aldey Unnar Traustadóttir eftir endurskoðun vinnureglna vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar. Núgildandi vinnureglur voru samþykktar 2018 og endursamþykktar án breytinga í apríl 2018. Fyrir liggja drög að breyttum vinnureglum.
Sveitarstjórn Norðurþings - 137. fundur - 28.09.2023
Á 166. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi vinnureglur verði lagðar til grundvallar veitinga umsagna vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar frá 1. október 2023:
1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi.
2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.
3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.
4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði.
Með reglum þessum falli út vinnureglur sem settar voru í apríl 2018.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi vinnureglur verði lagðar til grundvallar veitinga umsagna vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar frá 1. október 2023:
1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi.
2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.
3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.
4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði.
Með reglum þessum falli út vinnureglur sem settar voru í apríl 2018.
Til máls tóku: Soffía og Aldey.
Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.
Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt samhljóða.
1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi.
2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.
3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum.
4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði.
Með reglum þessum falli út vinnureglur sem settar voru í apríl 2018.