Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 441. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Hálfsársuppgjör Norðurþings": Aldey, Hafrún, Helena, Hjálmar, Benóný og Áki.
Fyrir hönd M, S og V lista óska undirrituð bókað:
Nýlega var lagt fram í Byggðaráði Norðurþings 6 mánaða uppgjör fyrir árið 2023. Þar kemur fram að A hluti sveitarsjóðs er rekinn með 229 milljón króna tapi sem er mun verri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir. Tvennt skýrir þessa slæmu afkomu; annars vegar mikil hækkun launa og launatengdra gjalda og hins vegar hækkun á lífeyrisskuldbindingu.
Laun og launatengd gjöld voru um 100 milljónum króna hærri en áætlun sveitarfélagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Því miður bendir margt til þess að þessi þróun hafi haldið áfram samanber nýlega gjalda-viðauka sem samþykktir voru í Byggðaráði í september.
Þessi mikla aukning á launum og launatengdum gjöldum í A-hluta sveitarfélagsins kallar á aðgerðir ef ekki á illa að fara. Við undirrituð teljum skynsamlegt að sveitarstjóra yrði falið að skila hagræðingartillögum til sveitarstjórnar sem fela í sér að draga úr launakostnaði sveitarfélagsins og verði sérstaklega horft til þeirra starfa sem dýrust eru. Skoðað verði sérstaklega hvort hægt sé að ná fram hagræðingu við yfirstjórn og einnig hvort hægt er að fá fram samvinnu á milli verklegra sviða sveitarfélagsins.
Fyrir hönd M, S og V lista óska undirrituð bókað:
Nýlega var lagt fram í Byggðaráði Norðurþings 6 mánaða uppgjör fyrir árið 2023. Þar kemur fram að A hluti sveitarsjóðs er rekinn með 229 milljón króna tapi sem er mun verri afkoma en áætlun gerði ráð fyrir. Tvennt skýrir þessa slæmu afkomu; annars vegar mikil hækkun launa og launatengdra gjalda og hins vegar hækkun á lífeyrisskuldbindingu.
Laun og launatengd gjöld voru um 100 milljónum króna hærri en áætlun sveitarfélagsins á fyrstu 6 mánuðum ársins. Því miður bendir margt til þess að þessi þróun hafi haldið áfram samanber nýlega gjalda-viðauka sem samþykktir voru í Byggðaráði í september.
Þessi mikla aukning á launum og launatengdum gjöldum í A-hluta sveitarfélagsins kallar á aðgerðir ef ekki á illa að fara. Við undirrituð teljum skynsamlegt að sveitarstjóra yrði falið að skila hagræðingartillögum til sveitarstjórnar sem fela í sér að draga úr launakostnaði sveitarfélagsins og verði sérstaklega horft til þeirra starfa sem dýrust eru. Skoðað verði sérstaklega hvort hægt sé að ná fram hagræðingu við yfirstjórn og einnig hvort hægt er að fá fram samvinnu á milli verklegra sviða sveitarfélagsins.
Aldey Unnar Traustadóttir, Áki Hauksson, Benóný Valur Jakobsson og Ingibjörg Benediktsdóttir
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.