Erindi frá nemendum Öxarfjarðarskóla - endurbætur á skólalóð
Málsnúmer 202203092
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 114. fundur - 21.03.2022
Nemendur í Öxarfjarðarskóla óska eftir framkvæmdum við skólalóð Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra að kanna möguleika á uppbyggingu skólalóðarinnar.
Fjölskylduráð - 116. fundur - 11.04.2022
Fræðslufulltrúi leggur fram tillögu að uppbyggingu skólalóðar.
Lagt er til að lítið notaður sparkvöllur á Húsavík verði settur upp á skólalóð Öxarfjaraðarskóla. Fyrir liggur velvilji foreldra um að taka þátt í uppsetningu vallarins.
Lagt er til að lítið notaður sparkvöllur á Húsavík verði settur upp á skólalóð Öxarfjaraðarskóla. Fyrir liggur velvilji foreldra um að taka þátt í uppsetningu vallarins.
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir að sparkvöllur á Hjarðarholtstúni verði fluttur á skólalóð Öxarfjarðarskóla. Foreldrar nemenda í Öxarfjarðarskóla hafa lýst yfir vilja til þess að taka þátt í uppsetningu vallarins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 125. fundur - 03.05.2022
Á 116. fundi fjölskylduráðs 11. apríl 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir að sparkvöllur á Hjarðarholtstúni verði fluttur á skólalóð Öxarfjarðarskóla. Foreldrar nemenda í Öxarfjarðarskóla hafa lýst yfir vilja til þess að taka þátt í uppsetningu vallarins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í að færa umgjörð sparkvallar sem staðsettur er á Hjarðarholtstúni og setja upp á lóð Öxarfjarðarskóla. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fara í verkið.