Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024
Málsnúmer 202412018Vakta málsnúmer
Ágúst Þór Brynjarsson sækir um 100.000 kr styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings vegna tónlistarmyndbands við lag sem tekið verður upp á Húsavík og í samvinnu við aðila á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 75.000 kr.
2.Endurskoðun á samningi
Málsnúmer 202410107Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að samkomulagi við Íþróttafélagið Þingeying um hreyfiverkefni á vegum Íþróttafélagsins Þingeyings í samstarfi við Öxarfjarðarskóla og sveitarfélagið Norðurþing.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag. Ráðið lýsir yfir ánægju með frumkvæði Íþróttafélagsins Þingeyings að eflingu íþróttastarfs fyrir börn og ungmenni á starfssvæði sínu.
3.Afreks- og viðurkenningarsjóður 2023
Málsnúmer 202401021Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á reglum um afreks- og viðurkenningarsjóð sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð heldur áfram umræðu um endurskoðun á reglum afreks- og viðurkenningasjóðs á næsta fundi sínum.
4.Afnot af skíðasvæðinu við Reyðarárhnjúk fyrir Íslandsmeistaramót sleðahundaklúbb Íslands
Málsnúmer 202411067Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni um afnot af skíðasvæðinu á Reyðarárhnjúk fyrir Íslandsmeistaramót sleðahundaklúbb Íslands sem fyrirhugað er að halda eftir áramót 2025.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni.
5.Frístundastyrkir 2025
Málsnúmer 202409100Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar reglur um frístundastyrki í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um frístundastyrki með breytingum á upphæð, sem fer úr 22.500 kr. í 30.000 kr., og árgöngum sem frístundastyrkurinn nær til, þ.e. frá 2007 - 2023. Ráðið vísar málinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.
6.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.
Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur núgildandi samnngur. Í 3. gr. kemur fram að leiga á húsnæði vegna tómstundastarfs er gerður tímabundinn frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2024.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að ganga til viðræðna um ótímabundinn samning með 6 mánaða uppsagnarfresti við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni um leigu á húsnæði vegna tómstundastarfs.
7.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð tilnefnir fulltrúa í stýrihóp um endurskoðun skólastefnu Norðurþings og gerð læsisstefnu fyrir sveitarfélagið.
Fjölskylduráð tilnefnir eftirtalda í stýrihóp:
Arna Ýr Arnarsdóttir, formaður - fulltrúi D-lista.
Bergljót Friðbjarnardóttir - fulltrúi V-lista og óháðra.
Birna Björnsdóttir - fulltrúi B-lista.
Ruth Ragnarsdóttir - fulltrúi S-lista.
M-listi tilnefnir fulltrúa sinn á næsta fundi.
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið og felur sviðsstjóra að uppfæra erindisbréfið m.t.t. fulltrúa í stýrihópi, fjölda funda og þóknunar þeirra. Verkefnisstjóri verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði.
Arna Ýr Arnarsdóttir, formaður - fulltrúi D-lista.
Bergljót Friðbjarnardóttir - fulltrúi V-lista og óháðra.
Birna Björnsdóttir - fulltrúi B-lista.
Ruth Ragnarsdóttir - fulltrúi S-lista.
M-listi tilnefnir fulltrúa sinn á næsta fundi.
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréfið og felur sviðsstjóra að uppfæra erindisbréfið m.t.t. fulltrúa í stýrihópi, fjölda funda og þóknunar þeirra. Verkefnisstjóri verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 2-5.
Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir lið 6.