Fara í efni

Afreks og viðurkenningarsjóður 2023

Málsnúmer 202401021

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 176. fundur - 06.02.2024

Fjölskylduráð fjallar um umsóknir í afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og rann umsóknarfrestur út 1. febrúar sl.
Fjölskylduráð Norðurþings styrkir eftirfarandi einstaklinga vegna umsóknar í afreks- og viðurkenningarsjóð.

Aron Bjarki Kristjánsson, blak og fótbolti fær úthlutað 140.000 kr.
Elísabet Ingvarsdóttir, knattspyrna fær úthlutað 70.000 kr.
Davíð Leó Lund, knattspyrna fær úthlutað 70.000 kr.
Halla Bríet Kristjánsdóttir, knattspyrna fær úthlutað 70.000 kr.
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, blak fær úthlutað 70.000 kr.
Hreinn Kári Ólafsson, blak fær úthlutað 70.000 kr.
Hörður Mar Jónsson, blak fær úthlutað 70.000 kr.
Jakob Gunnar Sigurðsson, knattspyrna fær úthlutað 70.000 kr.
Kristey Marín Hallsdóttir, blak fær úthlutað 70.000 kr.
Kristján Ragnar Arnarson, skotfimi fær úthlutað 60.000 kr.
Rosa Maria Millan Roldan, skotfimi fær úthlutað 60.000 kr.
Sigrún Marta Jónsdóttir, blak fær úthlutað 70.000 kr.
Sigurður Helgi Brynjúlfsson, blak fær úthlutað 70.000 kr.

Fjölskylduráð óskar styrkhöfum til hamingju með frábæran árangur í sínum íþróttagreinum á árinu 2023. Ráðið telur ástæðu til að fagna fjölda ungs afreksfólks í sveitarfélaginu og hvetur þau til frekari dáða.

Fjölskylduráð - 177. fundur - 13.02.2024

Fyrir fjölskylduráði liggur til endurskoðunar reglur um afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings.
Ráðið telur þörf á frekari endurskoðun á reglum afreks- og viðurkenningarsjóðs samhliða áframhaldandi vinnu við stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum og í uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja.

Málið verður áfram til umfjöllunar í ráðinu á næstu vikum.

Fjölskylduráð - 205. fundur - 10.12.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á reglum um afreks- og viðurkenningarsjóð sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð heldur áfram umræðu um endurskoðun á reglum afreks- og viðurkenningasjóðs á næsta fundi sínum.