Endurskoðun á samningi við íþróttafélagið Þingeying
Málsnúmer 202410107
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 200. fundur - 05.11.2024
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Íþróttafélaginu Þingeyingi varðandi endurskoðun á styrktarsamningi á milli Norðurþings og ÍÞ.
Félagið vinnur nú að verkefni þar sem íþróttatímar á skólatíma yrðu í boði fyrir nemendur Öxarfjarðarskóla til þess að nýta skólaakstur á dreifðu svæði félagsins.
Félagið vinnur nú að verkefni þar sem íþróttatímar á skólatíma yrðu í boði fyrir nemendur Öxarfjarðarskóla til þess að nýta skólaakstur á dreifðu svæði félagsins.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera drög að samningi við Íþróttafélagið Þingeying vegna íþróttatíma á skólatíma og búnaðarkaupa.
Fjölskylduráð - 205. fundur - 10.12.2024
Fyrir fjölskylduráði liggja drög að samkomulagi við Íþróttafélagið Þingeying um hreyfiverkefni á vegum Íþróttafélagsins Þingeyings í samstarfi við Öxarfjarðarskóla og sveitarfélagið Norðurþing.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag. Ráðið lýsir yfir ánægju með frumkvæði Íþróttafélagsins Þingeyings að eflingu íþróttastarfs fyrir börn og ungmenni á starfssvæði sínu.