Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 138. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Húsnæði fyrir frístund barna": Benóný, Aldey, Hafrún, Hjálmar, Helena, Soffía, Áki, Eiður og Ingibjörg.
Fulltrúar M, S og V-lista óska bókað: Að mati undirritaðra væri mun skynsamlegra að byggja frístundaheimili við Borgarhólsskóla heldur en við íþróttahöllina á Húsavík. Svæðið í kringum íþróttahöllina á að vera „laust“ fyrir framtíðar uppbyggingu íþróttastarfs. Ef byggt yrði við Borgarhólsskóla væri hægt að skoða samnýtingu á rými frístundar með skólanum fyrir hádegi þegar frístund er ekki starfandi því mikil þörf er á bættri aðstöðu í Borgarhólsskóla fyrir starfsfólk og nemendur. Aldey, Áki, Benóný og Ingibjörg
Til máls tók undir lið 3 "Samningamál Norðurþings og Völsungs 2023": Helena.
Fulltrúar M, S og V-lista óska bókað:
Að mati undirritaðra væri mun skynsamlegra að byggja frístundaheimili við Borgarhólsskóla heldur en við íþróttahöllina á Húsavík. Svæðið í kringum íþróttahöllina á að vera „laust“ fyrir framtíðar uppbyggingu íþróttastarfs. Ef byggt yrði við Borgarhólsskóla væri hægt að skoða samnýtingu á rými frístundar með skólanum fyrir hádegi þegar frístund er ekki starfandi því mikil þörf er á bættri aðstöðu í Borgarhólsskóla fyrir starfsfólk og nemendur.
Aldey, Áki, Benóný og Ingibjörg
Til máls tók undir lið 3 "Samningamál Norðurþings og Völsungs 2023": Helena.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.