Upplýst göngu- og hjólaleið milli Húsavíkur og Bakka
Málsnúmer 202301046
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 130. fundur - 19.01.2023
Undirrituð leggja til að kannaðir verði möguleikar á uppbygging á upplýstri göngu- og hjólaleið milli Húsavíkur og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.
Um 150 einstaklingar starfa í verksmiðju PCC Bakki Silicon á iðnaðarsvæðinu á Bakka og vinnur sveitarfélagið að frekari uppbyggingu í anda grænna iðngarða á svæðinu. Leiðin milli þéttbýlisins og iðnaðarsvæðisins er um 2 km en PCC Bakki Silicon er einn stærsti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Um 150 einstaklingar starfa í verksmiðju PCC Bakki Silicon á iðnaðarsvæðinu á Bakka og vinnur sveitarfélagið að frekari uppbyggingu í anda grænna iðngarða á svæðinu. Leiðin milli þéttbýlisins og iðnaðarsvæðisins er um 2 km en PCC Bakki Silicon er einn stærsti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu.
Eiður Pétursson
Hafrún Olgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Soffía Gísladóttir
Skipulags- og framkvæmdaráð - 145. fundur - 31.01.2023
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun fyrir göngu- og hjólastíg milli Húsavíkur og Bakka.
Framkvæmdin rúmast ekki innan fjárheimilda ársins 2023 og er tillögunni því vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
Fyrirliggjandi tillaga er samþykkt samhljóða.