Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

480. fundur 07. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:20 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2025- 2028.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára þar á eftir á næstu fundum sínum.

2.Álagning gjalda 2025

Málsnúmer 202410064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til umræðu gjalskrár og álagning gjalda ársins 2025.
Byggðarráð heldur áfram umfjöllun sinni um álagningu gjalda á næstu fundum sínum.

3.Hluthafalán til Mýsköpunar ehf.

Málsnúmer 202411008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um hluthafalán frá Norðurþingi til Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. beiðnin er tilkomin vegna eignarhluts félagsins í Mýsköpun ehf.

Í heild er óskað eftir 8 m.kr framlagi og hlutur Norðurþings af þeirri upphæð er rúmar 6. mkr.
Byggðarráð samþykkir að lána hluthafalán til Fjárfestingarfélags Þingeyinga hf. Heildar lán sveitarfélaganna þriggja sem standa að félaginu er 8 m.kr.

4.Krafa um ógildingu ákvarðana um framkvæmdaleyfi og stöðvun framkvæmda í landi Þverár

Málsnúmer 202408066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 89/2024, kæra á annars vegar ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings frá 4. apríl 2024 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Saltvíkur og hins vegar ákvörðun sveitarstjórnar frá 27. júní 2024 og ákvörðun byggðarráðs frá 15. ágúst s.l. um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Þverár í Reykjahverfi.

Úrskurðarorð eru þau að kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Aldey Unnar Traustadóttir óskar bókað:
Í úrskurðinum segir m.a.: að sveitarstjórnin virðist ekki hafa fjallað nægilega um umhverfisáhrif framkvæmdanna. Slíkt geti skapað þá hættu að frjáls félagasamtök, sem vinna að umhverfisvernd, hafi ekki tækifæri til þess að sinna samfélagslegu hlutverki sínu við gæslu almannahagsmuna.

Að því sögðu hvetur undirrituð nefndir og ráð Norðurþings sem og kjörna fulltrúa (að sér sjálfri meðtaldri) til að nýta betur félagasamtök sem vinna að umhverfisvernd og fá umsagnir þegar um svona umfangsmikil mál ræðir.

5.Ungmennaráð 2024-2025

Málsnúmer 202408058Vakta málsnúmer

Á 199. fundi fjölskylduráðs 22.10.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar ungmennaráði fyrir góða fundargerð og tekur undir sjónarmið ungmennaráðs varðandi endurnýjun íþróttamannvirkja.

Lið 5. er vísað til umfjöllunar í byggðarráði.
Hafrún vék af fundi.
Byggðarráð þakkar ungmennaráði fyrir gott erindi og tekur undir ábendingu er varðar nýja og betri matvöruverslun á svæðinu. Byggðarráð mun halda áfram að vinna að því að svo muni verða og hvetur jafnframt íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að versla í sinni heimabyggð.

6.Jarðfall ofan við Skálabrekku

Málsnúmer 202411012Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar minnisblað Veðurstofu Íslands vegna jarðfalls ofan við Skálabrekku eftir aurflóð 24. ágúst sl.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

7.Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum óskar eftir stuðningi við Tónkvíslina 2025

Málsnúmer 202410110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk vegna Tónkvíslar 2025.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Tónkvíslina um 100.000 kr.

8.Styrkbeiðni vegna 100 ára afmælis Laugaskóla

Málsnúmer 202411006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni vegna 100 ára afmælis Laugaskóla í Þingeyjarsveit.
Hafrún og Hjálmar Bogi hafna styrkbeiðni vegna bronsstyttugerðar sem fyrirhuguð er að verði staðsett niður við tjörnina hjá Laugaskóla í Þingeyjarsveit.

Benóný Valur situr hjá.

9.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2024

Málsnúmer 202410102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf til aðildarsveitarfélaga EBÍ er varðar ákvörðun stjórnar EBÍ um ágóðahlutagreiðslu ásamt yfirliti yfir greiðslur til hvers og eins sveitarfélags.
Lagt fram til kynningar.

10.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2025

Málsnúmer 202410111Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um fjárstuðning til starfsemi Stígamóta vegna ársins 2025.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Stígamót um 120.000 kr. fyrir árið 2025.

11.Hverfisráð Kelduhverfis 2023-2025

Málsnúmer 202405020Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis frá 29. október sl.
1. Umhverfis- og loftslagsstefna Norðurþings
Ráðið vísar liðnum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
2. Næsta útboð vegna skólaaksturs
Ráðið vísar liðnum til umfjöllunar í fjölskylduráði.
3. Önnur mál
Ráðið felur sveitarstjóra að skipuleggja íbúafund í samráði við Hverfisráð Kelduhverfis.

12.Flugeldasýningar og brennur í Norðurþingi jól og áramót 2024-2025

Málsnúmer 202409067Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn byggðarráðs vegna fyrirhugaðra skoteldasýninga í Norðurþingi um áramót og þrettánda 2024/2025. Umsögn þarf að fylgja með leyfisumsóknum til lögreglu.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

13.Flugeldasala Kiwanisklúbbsins Skjálfanda á Húsavík 2024

Málsnúmer 202410038Vakta málsnúmer

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna flugeldasölu klúbbsins í kringum áramót og þrettánda 2024/2025.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

14.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2024

Málsnúmer 202401054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerði Húsavíkurstofu fundur 5. haldinn þann 11. september sl. og fundur 6. haldinn þann 18. október sl.
Byggðarráð tekur undir ályktun Húsavíkurstofu vegna afnáms tollfrelsis á komur skemmtiferðaskipa á 6. fundi Húsavíkurstofu frá 18. október sl.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

15.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 238. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 16. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401094Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 9. október sl. í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 953. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202409109Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar frá 9. október sl. Stjórnarfundur 82. fundur haldinn þann 22. október sl. og 83. fundur haldinn þann 29. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:20.