Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2.Vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu
Málsnúmer 202311086Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur samningur um samrekstur barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar.
Einnig liggur fyrir fjölskylduráði samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Einnig liggur fyrir fjölskylduráði samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Fjölskylduráð samþykkir samning um samrekstur barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
3.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar
Málsnúmer 202403064Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
4.17. júní hátíðarhöld 2024
Málsnúmer 202401120Vakta málsnúmer
Fjölskyldráð hefur til umfjöllunar dagskrá 17. júní hátíðarhalda og kostnað vegna þeirra.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni á næsta fundi ráðsins.
5.Mærudagar 2024
Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer
Drög að samningi við framkvæmdastjóra Mærudaga 2024 lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning við framkvæmdastjóra um framkvæmdastjórn Mærudaga 2024-2026.
6.Grænuvellir - Foreldrakönnun leikskóla 2024.
Málsnúmer 202403028Vakta málsnúmer
Foreldrakönnun leikskóla 2024 á Grænuvöllum er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfshópur um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn
Málsnúmer 202312034Vakta málsnúmer
Í kjölfar auglýsinga þar sem auglýst var laust til umsóknar fullt stöðugildi skólastjóra og eitt og hálft stöðugildi kennara hefur nú verið ráðið í stöðu skólastjóra og eitt stöðugildi kennara. Umsóknarfrestur um hálft stöðugildi kennara hefur verið framlengdur til 18. mars en berist ekki umsóknir hæfra umsækjenda verður nýjum skólastjóra falið að leita leiða til að manna stöðuna.
Fjölskylduráð lýsir yfir ánægju sinni með ráðningar við Grunnskóla Raufarhafnar og býður nýtt starfsfólk velkomið til starfa.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Nele Marie Beintelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 4 og 5.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri á Grænuvöllum sat fundinn undir lið 6.