Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Stofnun eignarhaldsfélags í Þingeyjarsýslum
Málsnúmer 202305009Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga, dagsett 28. apríl 2023 þar sem óskað er eftir viðhorfi sveitarfélagsins til að koma á fót eignarhaldsfélagi sveitarfélaganna í Þingeyjarsýslum og Byggðastofnunar. Hugmyndin er að sveitarfélögin leggi félög óviðkomandi kjarnastarfsemi sveitarfélaganna inn í fjárfestingarfélagið gegn greiðslu í hlutafé.
Óskað er viðbragða sveitarfélagsins fyrir 25. maí nk.
Óskað er viðbragða sveitarfélagsins fyrir 25. maí nk.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir samstarfsvilja og áhuga á að koma að vinnu samstarfshóps. Sveitarstjóra er falið að leiða vinnu samstarfshóps.
2.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026
Málsnúmer 202305060Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 með ósk um að hún verði lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Áætlunin öðlast gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana.
Byggðarráð vísar fyrirliggjandi svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði og til staðfestingar í sveitarstjórn.
3.Rekstur Norðurþings 2023
Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer
Útsvarstekjur og rekstur fyrstu fjóra mánuði ársins.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur aprílmánaðar og lykiltölur í rekstri fyrstu fjóra mánuði ársins.
4.Stjórnskipulag og skipurit Norðurþings
Málsnúmer 202207036Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur uppfærsla á áður samþykktu stjórnskipulagi og skipuriti Norðurþings sem tekur gildi í júní 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Verkfallsboðanir STH
Málsnúmer 202305093Vakta málsnúmer
Til kynningar er verkfallsboðun í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsvík frá Starfsmannafélagi Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.
6.Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri 2023
Málsnúmer 202305070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk vegna Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri 23-25. júní 2023.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Sólstöðuhátíð á Kópaskeri um 300 þ.kr á árinu 2023.
7.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna sjómannadagsballs Hnitbjörgum
Málsnúmer 202305063Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að veita umsögn vegna tækifærisleyfis;
Umsækjandi: Björgunarsveitin Pólstjarnan, kt. 610191-2159, Aðalbraut 25, 675 Raufarhöfn.
Ábyrgðarmaður: Kristín Þormar Pálsdóttir, kt. 280971-2949, Miðás 3, 675 Raufarhöfn.
Staðsetning skemmtanahalds: Hnitbjörg v. Aðalbraut., 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: Dansleikur í tilefni Sjómannadagsins
Áætlaður gestafjöldi: 130. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 3. júní 2023 frá kl. 00:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 4. júní 2023.
Helstu dagskráratriði: Dansleikur með hljómsveitinni SOS.
Umsækjandi: Björgunarsveitin Pólstjarnan, kt. 610191-2159, Aðalbraut 25, 675 Raufarhöfn.
Ábyrgðarmaður: Kristín Þormar Pálsdóttir, kt. 280971-2949, Miðás 3, 675 Raufarhöfn.
Staðsetning skemmtanahalds: Hnitbjörg v. Aðalbraut., 675 Raufarhöfn.
Tilefni skemmtanahalds: Dansleikur í tilefni Sjómannadagsins
Áætlaður gestafjöldi: 130. Áætluð aldursdreifing gesta: frá 18 ára aldri.
Tímasetning viðburðar: 3. júní 2023 frá kl. 00:00 til kl. 03:00 aðfararnótt 4. júní 2023.
Helstu dagskráratriði: Dansleikur með hljómsveitinni SOS.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
8.Aðalfundur Vík hses.vegna ársins 2022
Málsnúmer 202305095Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð vegna Vík hses. Fundurinn verður haldinn þann 5. júní nk.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur til setu á fundinum og Hjálmar Boga til vara.
9.Aðalfundur Leigufélags Hvamms ehf, vegna ársins 2022
Málsnúmer 202305094Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð vegna aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf. Fundurinn verður haldin þann 26. maí nk.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason til setu á fundinum.
10.Fundarboð Skúlagarðs fasteignafélags ehf - 2023
Málsnúmer 202303038Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð;
Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags ehf. verður haldinn
í Skúlagarði þriðjudaginn 30. maí nk. kl. 18:00.
Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags ehf. verður haldinn
í Skúlagarði þriðjudaginn 30. maí nk. kl. 18:00.
Byggðarráð tilnefnir Áka Hauksson til setu á fundinum og Aldey Unnar Traustadóttur til vara.
11.Starf flugklasans Air 66N
Málsnúmer 202204077Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar það helsta úr starfi Flugklasans Air66N undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2023
Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Húsavíkurstofu frá 25. apríl og 9. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fjórar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundur 922 haldinn þann 31. mars sl.
Fundur 923 haldinn þann 5. apríl sl.
Fundur 924 haldinn þann 17. apríl sl.
Fundur 925 haldinn þann 28. apríl sl.
Fundur 926 haldinn þann 17. maí sl.
Fundur 922 haldinn þann 31. mars sl.
Fundur 923 haldinn þann 5. apríl sl.
Fundur 924 haldinn þann 17. apríl sl.
Fundur 925 haldinn þann 28. apríl sl.
Fundur 926 haldinn þann 17. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
14.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 202302028Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fjórar fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundur 61 haldinn þann 13. apríl sl.
Fundur 62 haldinn þann 21. apríl sl.
Fundur 63 haldinn þann 11. maí sl.
Fundur 64 haldinn þann 16. maí sl.
Fundur 61 haldinn þann 13. apríl sl.
Fundur 62 haldinn þann 21. apríl sl.
Fundur 63 haldinn þann 11. maí sl.
Fundur 64 haldinn þann 16. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir Almannavarnanefndar
Málsnúmer 202305092Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar ársreikningur 2022 og fundargerð vorfundar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem haldinn var á Akureyri miðvikudaginn 17.05.2022.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir SSNE 2023
Málsnúmer 202301067Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 52. fundar SSNE frá 3. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
17.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp
Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni; Umhverfis- og samgöngunefnd sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál.
Lagt fram til kynningar.
18.Umsögn stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga um vindorkuskýrsluna
Málsnúmer 202305074Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um skýrslu starfshóps sem hafði það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku.
Lagt fram til kynningar.
19.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umsagnar stefnur, lög og fumvörp
Málsnúmer 202304073Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni; Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál.
Lagt fram til kynningar.
20.Boð um þátttöku í samráði frá Innviðaráðuneytinu
Málsnúmer 202305103Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni; Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 100/2023 - „Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli“.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:30.