Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Tónlistarhátíðin HnoðRi um páskana
Málsnúmer 202403020Vakta málsnúmer
Einar Óli Ólafsson óskar eftir fjárstuðningi upp á upphæð kr. 600.000 vegna tónlistarhátíðarinnar HnoðRi á Húsavík.
2.Umsókn í lista- og menningarsjoð 2024
Málsnúmer 202402101Vakta málsnúmer
Pamela De Sensi sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna þrenna til ferna tónleika í Safnahúsinu og Sjóminjasafninu á Húsavík sem verða hluti af tónlistarhátíðinni WindWorks í Norðri 2024.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja tónlistarhátíðina WindWorks í Norðri 2024 um 75.000 krónur.
3.Bangsímon - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík
Málsnúmer 202402119Vakta málsnúmer
Leikhópurinn Lotta hefur hug á að sýna leikritið Bangsímon á Húsavík 28. júlí 2024. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess standa straum af ferða- og dvalarkostnaði.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk að upphæð 165.000 kr.
4.Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Málsnúmer 202403003Vakta málsnúmer
Á 458. fundi byggðarráðs 7. mars 2024 var eftirfarandi bókað: Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjölskylduráðs til úrvinnslu.
Fjölskylduráð tekur vel í erindið og mun kynna viðburðina samhliða öðrum viðburðum í tengslum við 80 ára afmæli lýðveldisins.
5.Starfsemi og mannahald íþrótta- og tómstundasvið
Málsnúmer 202401106Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar tillaga um ráðningu deildarstjóra þjónustu frístund barna/unglinga.
Lagt fram til kynningar.
6.Frístund - Starfsreglur - Endurskoðun 2023
Málsnúmer 202311108Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur Frístundar í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar starfsreglur Frístundar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023
Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar starfsreglur leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
8.Gjaldskrár Norðurþings 2024
Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar gjaldskrár Frístundar og leikskóla í kjölfar bókunar ráðsins á fundi sínum 27.2. um tengingu afsláttarkjara á milli Frístundar og leikskóla og að afsláttarkjör verði 30% fyrir 2. barn og 70% fyrir 3. barn.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar gjaldskrár Frístundar og leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja tónlistarhátíðina HnoðRi um 250.000 krónur.