Fara í efni

Fjölskylduráð

157. fundur 27. júní 2023 kl. 08:30 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Sólveig Ása Arnarsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Tónlistarskóli Húsavíkur - Starfsáætlun 2023-2024

Málsnúmer 202306083Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Tónlistarskóla Húsavíkur 2023-2024 er lögð fram til kynningar.



Lagt fram til kynningar.

2.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi leikskóladeildar

Málsnúmer 202306086Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi leikskóladeildar Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð gerir ekki ráð fyrir að leikskóladeild Grunnskóla Raufarhafnar verði opin næsta vetur. Breytist forsendur mun ráðið taka málið upp að nýju.

3.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi leggur kostanaðargreiningu fyrir ráðið vegna umræðu um opnunartíma í síðast fundi þess.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur með áorðnum breytingum sem snúa að skilgreiningu forgangshópa og afsláttarkjörum til starfsfólks leikskóla. Ekki eru gerðar breytingar á opnunartíma að svo stöddu.

4.Samþættingarverkefni-drög að starfsáætlun 2023-24

Málsnúmer 202306084Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnir drög að starfsáætlun samþættingarverkefnisins 2023-24.
Lagt fram til kynningar.

5.Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.

Málsnúmer 202306085Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að gera drög að reglum um heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna sem tækju gildi 1. janúar 2024.

6.Fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 202304032Vakta málsnúmer

Undirritaður samningur Norðurþings við HÍ og HA um stuðning við starfsmenn leikskóla Norðurþings sem samþykktir eru í Fagháskólanám í leikskólafræði við HÍ eða HA er lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Staðsetning færanlegra skólastofa sem settar verða niður í ágúst

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur greinargerð að staðsetningu húseininga fyrir færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla.
Tillaga fjölskylduráðs er að staðsetja færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla við mötuneyti og myndmenntastofu. Kostir staðsetningarinnar eru m.a. undirlag, aðgengi að húsnæðinu, aðgengi í mötuneyti og staðsetningin mun ekki hafa áhrif á endurbætur á skólalóðinni. Málinu er vísað til afgreiðslu í skipulags- og framkvæmdaráði.

8.Sumarfrístund á Húsavík 2023

Málsnúmer 202305088Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á íþrótta-og tómstundasviði fer yfir áskoranir sumarfrístundar eftir sumarlokun.
Ljóst er að það vantar starfsfólk í sumarfrístund 8.-18. ágúst, tekin hefur verið upp biðlistaskráning þess vegna. Fjölskylduráð mun fjalla um málið á næsta fundi ráðsins og taka þá mögulega afstöðu til forgangsröðunar vegna þátttöku í sumarfrístund.

9.Gilitrutt - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík

Málsnúmer 202303045Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Leikhópnum Lottu varðandi útlán á Íþróttahöll Húsavíkur.
Fjölskylduráð fellst á útlán á íþróttahöll.

Fundi slitið - kl. 11:45.