Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024

Málsnúmer 202305073

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 156. fundur - 20.06.2023

Fjölskylduráð fjallar um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar og fyrirkomulag skólahalds næsta skólaár.
Í ljósi þess að ekki hefur borist svar frá Menntamálaráðuneytinu við umsókn um þróunarskólaleyfi vegna skólastarfs á Raufarhöfn samþykkir fjölskylduráð fyrirliggjandi tillögu að útfærslu á skólahaldi á Raufarhöfn á komandi skólaári.

Tillagan felur í sér að eldri börnum skólans verði kennt í Ásgarðsskóla - Skóla í skýjunum en yngri börnum kennt á staðnum. Áfram verður samstarf við Öxarfjarðarskóla. Ráðið felur fræðslufulltrúa að kynna útfærsluna fyrir foreldrum.

Fjölskylduráð - 160. fundur - 15.08.2023

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2023-2024. Fræðslufulltrúi leggur fram tillögu að samstarfi við Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu fræðslufulltrúa varðandi samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og breytingu á skólaakstri sem það felur í sér.

Fjölskylduráð - 163. fundur - 03.10.2023

Erindi frá skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar þar sem óskað er eftir hækkun á stöðuhlutfalli í ljósi fjölgunar nemenda.
Fjölskylduráð samþykkir erindið og felur fræðslufulltrúa að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fjölskylduráð - 165. fundur - 17.10.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjórnar Grunnskóla Raufarhafnar um að vikulegum ferðum með nemendur í Öxarfjarðarskóla og félagsmiðstöð á Kópaskeri hafi verið hætt og taka þurfi upp samninginn við vertakann um skólaaksturinn.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 169. fundur - 21.11.2023

Fjölskylduráð fjallar um framhald skólastarfs á Raufarhöfn í kjölfar svars mennta- og barnamálaráðuneytis við umsókn Norðurþings um þróunarleyfi fyrir Grunnskóla Raufarhafnar.
Ljóst er að núverandi rekstrarfyrirkomulag í Grunnskólanum á Raufarhöfn uppfyllir ekki kvaðir ríkisvaldsins í lögum og reglugerðum sem sveitarfélögum eru sett vegna grunnskólaþjónustu. Það kallar á breytingar á þjónustunni til framtíðar.
Fjölskylduráð metur það svo að gæta þurfi meðalhófs gagnvart nemendum Grunnskóla Raufarhafnar og foreldrum þeirra og að ekki sé forsvaranlegt að stokka upp skólastarf í Grunnskólanum á Raufarhöfn á miðju skólaári.
Fjölskylduráð samþykkir að nýta næstu mánuði til að endurskoða fyrirkomulag grunnskólaþjónustu á Raufarhöfn til framtíðar frá og með skólaárinu 2024-2025. Lagt er til að stofnaður verði starfshópur og leitað utanaðkomandi ráðgjafar varðandi framtíðar fyrirkomulag skólastarfsins.
Fræðslufulltrúa er falið að undirbúa erindisbréf vegna skipunar hópsins og leggja fyrir á næsta fundi.

Fjölskylduráð - 170. fundur - 28.11.2023

Undir þessum lið komu inn á fundinn kl. 09:00 í fjarfundi Gunnþór E. Gunnþórsson, fulltrúi skólastjórnar Grunnskólans á Raufarhöfn, Birna Björnsdóttir, fulltrúi foreldra Grunnskólans á Raufarhöfn og Arndís Jóhanna Harðardóttir, leiðbeinandi í Grunnskólanum á Raufarhöfn.

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu á Raufarhöfn.
Formaður fjölskylduráðs leggur til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir leiðbeiningum frá mennta- og barnamálaráðuneyti varðandi framkvæmd skólahalds á Raufarhöfn í kjölfar þess að ráðuneytið synjaði Norðurþingi um þróunarskólaleyfi vegna skólahalds á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð samþykkir tillögu formanns.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að ljúka við erindisbréf starfshópsins og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.
Gunnþór, Birna og Arndís viku af fundi kl. 09:30.

Fjölskylduráð - 171. fundur - 05.12.2023

Erindisbréf starfshóps um endurskoðun fyrirkomulags grunnskólaþjónustu nemenda á Raufarhöfn er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf starfshópsins.

Í hópinn eru eftirtaldir tilnefndir:
Fulltrúi Velferðarsviðs: Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi.
Pólitískt kjörnir fulltrúar:
Bylgja Steingrímsdóttir, fjölskylduráði, formaður starfshópsins.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs.




Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, áheyrnafulltrúi í fjölskylduráði.
Fulltrúi foreldra skólans:
óskað er eftir tilnefningu frá skólaráði.

Starfsfólk hópsins: Jón Höskuldsson og Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að óska eftir að skólaráð Grunnskólans á Raufarhöfn tilnefni fulltrúa foreldra í starfshópinn.
Starfshópurinn flokkist sem sérskipuð nefnd skv. d. lið 3. greinar samþykktar um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings og fái greitt skv. því.