Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Ársreikningur og ársskýrsla Völsungs 2022
Málsnúmer 202311068Vakta málsnúmer
Fyrir ráðinu liggur til kynningar ársreikningur og ársskýrsla íþróttafélagsins Völsungs fyrir árið 2022.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs kemur á fundinn og fer yfir rekstur félagsins frá 2011 til og með 2022.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs kemur á fundinn og fer yfir rekstur félagsins frá 2011 til og með 2022.
Ráðið þakkar framkvæmdastjóra Völsungs fyrir kynninguna. Ráðið lýsir yfir ánægju sinni með þróun á starfi Völsungs undanfarin ár, aukningu á fjölda iðkenda á öllum aldri og gott samstarf um samþættingarverkefnið fyrir 4-8 ára gömul börn.
2.Starfsskýrsla tjaldsvæðisins á Húsavík 2023
Málsnúmer 202310129Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur starfsskýrsla vegna reksturs tjaldsvæðisins á Húsavík fyrir sumarið 2023.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs kemur á fundinn og fer yfir reksturinn og samanburð á árunum 2021-2023.
Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs kemur á fundinn og fer yfir reksturinn og samanburð á árunum 2021-2023.
Ráðið þakkar framkvæmdastjóra Völsungs fyrir kynninguna á starfsskýrslunni og þakkar félaginu fyrir samstarfið um rekstur tjaldsvæðisins sl. þrjú ár.
3.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 202101045Vakta málsnúmer
Skólastjóri Öxarfjarðarskóla og skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar leggja fram til kynningar fyrirkomulag samstarfs skólanna.
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með fyrirkomulag samstarfsins.
4.Grunnskóli Raufarhafnar - Umsókn um þróunarskólaleyfi
Málsnúmer 202306012Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar svar mennta- og barnamálaráðuneytisins við umsókn sveitarfélagsins um þróunarskólaleyfi við Grunnskóla Raufarhafnar.
Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar eftir skólastjórnanda og kennara að Grunnskólanum á Raufarhöfn tókst ekki að manna skólann með réttindafólki fyrir skólaárið 2023-2024. Til að tryggja áframhaldandi skólastarf sendi Norðurþing þann 2. júní sl. formlegt erindi til mennta- og barnamálaráðuneytisins með ósk um að fá þróunarleyfi og þróunarstyrk til þess að þróa starfshætti fyrir örskóla þar sem gert væri ráð fyrir utanaðkomandi aðstoð við skólastjórnun og faglegan stuðning við ófaglærða kennara. Grunnur að umsókninni var þjónustusamningur við Ásgarð um fjar skólastjórn sem og að eldri nemendur skólans sætu fjarkennslu í Skóla í skýjunum.
Fundað var með starfsfólki ráðuneytisins um miðjan ágúst þar sem ekkert svar hafði borist. Í framhaldi af þeim fundi var óskað eftir frekari fyrirspurnum frá Norðurþingi með formlegum hætti til ráðuneytisins. Þá lá fyrir að skólastarf væri að hefjast og lagt upp með kennslu á Raufarhöfn í takt við umsóknina um þróunarleyfið.
Þann 16. október sl. barst svar ráðuneytisins við fyrirspurnum Norðurþings um skólastjórnun en ekki við umsókn Norðurþings um þróunarleyfið.
Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um svör barst ekki formlegt svar frá ráðuneytinu fyrr en 14. nóvember sl. Þar er ósk Norðurþings um þróunarleyfi hafnað á grundvelli laga nr. 95/2019, um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, laga um grunnskóla, nr. 91/2008 og sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar eftir skólastjórnanda og kennara að Grunnskólanum á Raufarhöfn tókst ekki að manna skólann með réttindafólki fyrir skólaárið 2023-2024. Til að tryggja áframhaldandi skólastarf sendi Norðurþing þann 2. júní sl. formlegt erindi til mennta- og barnamálaráðuneytisins með ósk um að fá þróunarleyfi og þróunarstyrk til þess að þróa starfshætti fyrir örskóla þar sem gert væri ráð fyrir utanaðkomandi aðstoð við skólastjórnun og faglegan stuðning við ófaglærða kennara. Grunnur að umsókninni var þjónustusamningur við Ásgarð um fjar skólastjórn sem og að eldri nemendur skólans sætu fjarkennslu í Skóla í skýjunum.
Fundað var með starfsfólki ráðuneytisins um miðjan ágúst þar sem ekkert svar hafði borist. Í framhaldi af þeim fundi var óskað eftir frekari fyrirspurnum frá Norðurþingi með formlegum hætti til ráðuneytisins. Þá lá fyrir að skólastarf væri að hefjast og lagt upp með kennslu á Raufarhöfn í takt við umsóknina um þróunarleyfið.
Þann 16. október sl. barst svar ráðuneytisins við fyrirspurnum Norðurþings um skólastjórnun en ekki við umsókn Norðurþings um þróunarleyfið.
Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um svör barst ekki formlegt svar frá ráðuneytinu fyrr en 14. nóvember sl. Þar er ósk Norðurþings um þróunarleyfi hafnað á grundvelli laga nr. 95/2019, um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, laga um grunnskóla, nr. 91/2008 og sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fjölskylduráð harmar að tekið hafi rúma 5 mánuði að fá formlegt svar frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umsóknar Norðurþings um þróunarleyfi fyrir Grunnskólann á Raufarhöfn en skólastarf hefur verið rekið á grundvelli umsóknarinnar frá upphafi skólastarfs í haust.
5.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024
Málsnúmer 202305073Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um framhald skólastarfs á Raufarhöfn í kjölfar svars mennta- og barnamálaráðuneytis við umsókn Norðurþings um þróunarleyfi fyrir Grunnskóla Raufarhafnar.
Ljóst er að núverandi rekstrarfyrirkomulag í Grunnskólanum á Raufarhöfn uppfyllir ekki kvaðir ríkisvaldsins í lögum og reglugerðum sem sveitarfélögum eru sett vegna grunnskólaþjónustu. Það kallar á breytingar á þjónustunni til framtíðar.
Ljóst er að núverandi rekstrarfyrirkomulag í Grunnskólanum á Raufarhöfn uppfyllir ekki kvaðir ríkisvaldsins í lögum og reglugerðum sem sveitarfélögum eru sett vegna grunnskólaþjónustu. Það kallar á breytingar á þjónustunni til framtíðar.
Fjölskylduráð metur það svo að gæta þurfi meðalhófs gagnvart nemendum Grunnskóla Raufarhafnar og foreldrum þeirra og að ekki sé forsvaranlegt að stokka upp skólastarf í Grunnskólanum á Raufarhöfn á miðju skólaári.
Fjölskylduráð samþykkir að nýta næstu mánuði til að endurskoða fyrirkomulag grunnskólaþjónustu á Raufarhöfn til framtíðar frá og með skólaárinu 2024-2025. Lagt er til að stofnaður verði starfshópur og leitað utanaðkomandi ráðgjafar varðandi framtíðar fyrirkomulag skólastarfsins.
Fræðslufulltrúa er falið að undirbúa erindisbréf vegna skipunar hópsins og leggja fyrir á næsta fundi.
Fjölskylduráð samþykkir að nýta næstu mánuði til að endurskoða fyrirkomulag grunnskólaþjónustu á Raufarhöfn til framtíðar frá og með skólaárinu 2024-2025. Lagt er til að stofnaður verði starfshópur og leitað utanaðkomandi ráðgjafar varðandi framtíðar fyrirkomulag skólastarfsins.
Fræðslufulltrúa er falið að undirbúa erindisbréf vegna skipunar hópsins og leggja fyrir á næsta fundi.
6.Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða
Málsnúmer 202311056Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá jafnréttisstofu varðandi mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við
stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla.
Lagt fram til kynningar.
7.Vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu
Málsnúmer 202311086Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna endurnýjunar undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.
Fjölskylduráð vísar erindinu til umfjöllunar í byggðaráði.
Fundi slitið - kl. 11:20.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 6 og 7.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla, sat fundinn undir lið 3.
Arndís Jóhanna Harðardóttir, starfsmaður Raufarhafnarskóla, Kirstrún Birgisdóttir, fulltrúi skólastjórnar Grunnskóla Raufarhafnar og Birna Björnsdóttir, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir liðum 3-5.