Fara í efni

Fjölskylduráð

156. fundur 20. júní 2023 kl. 08:30 - 11:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Sólveig Ása Arnarsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1 - 3.
Ingibjörg Sigurjónsdóttir yfirsálfræðingur hjá Skólaþjónustu Norðurþings sat fundinn undir liðum 1-2.
Hróðný Lund sat fundinn undir lið 7.
Sólveig Ása Arnarsdóttir verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði sat fundinn undir liðum 5 og 6.

Kristrún Birgisdóttir frá Ásgarði sat fundinn undir liðum 1 og 2.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 2.
Arndís Jóhanna Harðardóttir leiðbeinandi við Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 2.
Birna Björnsdóttir foreldrarfulltrúi Grunnskóla Raufarhafnar sátu fundinn undir lið 2.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri Grænuvalla og Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sátu fundinn undir lið 3.

1.Skólaþjónusta - Stöðuskýrsla Ásgarðs.

Málsnúmer 202306071Vakta málsnúmer

Stöðuskýrsla Ásgarðs um skólaþjónustu er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024

Málsnúmer 202305073Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar og fyrirkomulag skólahalds næsta skólaár.
Í ljósi þess að ekki hefur borist svar frá Menntamálaráðuneytinu við umsókn um þróunarskólaleyfi vegna skólastarfs á Raufarhöfn samþykkir fjölskylduráð fyrirliggjandi tillögu að útfærslu á skólahaldi á Raufarhöfn á komandi skólaári.

Tillagan felur í sér að eldri börnum skólans verði kennt í Ásgarðsskóla - Skóla í skýjunum en yngri börnum kennt á staðnum. Áfram verður samstarf við Öxarfjarðarskóla. Ráðið felur fræðslufulltrúa að kynna útfærsluna fyrir foreldrum.

3.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Grænuvalla og þær áskoranir sem framundan eru. Ráðið fjallaði síðast um málið á fundum sínum þann 21. og 28. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Á 135. fundi sveitarstjórnar 15. júní 2023, var eftirfarandi tekið fyrir: Nú liggur fyrir að áform um að byggja við Íþróttahöllina á Húsavík eru flóknari í útfærslu en gert var ráð fyrir. Því þarf að endurmeta stöðuna og skoða aðra kosti til að byggja undir þessa mikilvægu starfsemi.
Undirrituð leggja til að skipaður verði spretthópur til að rýna gögn málsins og mögulegar staðsetningar og leggja til nýja staðsetningu fyrir uppbyggingu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöð á Húsavík.
Fjölskylduráði verði falið að skipa í hópinn og móta erindisbréf um starf hans og gert verði ráð fyrir að hópurinn hafi lokið vinnu sinni 1. september næstkomandi.

Til máls tóku: Katrín, Helena, Benóný, Ingibjörg, Birkir, Hjálmar, Hafrún og Aldey.

Samþykkt samhljóða.

Erindisbréfið samþykkt með áorðnum breytingum. Fjölskylduráð skipar eftirfarandi í spretthóp um staðsetningu frístundar og félagsmiðstöð á Húsavík: Þórgunnur Vigfúsdóttir, Jón Höskuldsson, Sólveig Ása Arnarsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Soffía Gísladóttir, Aldey Unnar Traustadóttir og Rebekka Ásgeirsdóttir.

5.Ósk um undanþágu frá reglum um frístundarstyrk

Málsnúmer 202306074Vakta málsnúmer

Sumarbúðirnar við Ástjörn óska eftir undanþágu frá reglum um frístundarstyrk.
Fjölskylduráð samþykkir að veita undanþágu frá reglum um frístundastyrk vegna dvalar í sumarbúðunum við Ástjörn sumarið 2023.

6.Sundleikfimi í Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 202306017Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hrefnu Regínu Gunnarsdóttur varðandi leigu á sundlauginni á Húsavík vegna sundleikfimis.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að eiga samtal við hlutaðeigandi vegna málsins með tilliti til þess að gera samning um afnot af sundlauginni og leggja drög að samingi fyrir ráðið á næsta fundi.

7.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur Jafnréttisáætlun 2023-2026 til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir Jafnréttisáætlun 2023-2026 og vísar til byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar, til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 11:10.