Fara í efni

Fjölskylduráð

165. fundur 17. október 2023 kl. 08:30 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Björg Arnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Ísak Már Aðalsteinsson
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sátu fundinn. Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1. Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, sat fundinn undir lið 2. Kristrún Birgisdóttir, fulltrúi skólastjórnar Grunnskóla Raufarhafnar og Birna Björnsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir lið 3. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir kom inn á fundinn kl. 09:15 og vék af fundi kl. 10:15.

1.Sæskrímsli, skapandi störf ungmenna á Húsavík

Málsnúmer 202310052Vakta málsnúmer

Fyrir hönd félaganna Hringleiks, Pilkington Props, MurMur Productions og Listahátíðar í Reykjavík óska framleiðandi og listrænir stjórnendur sýningarinnar Sæskrímslin, eftir umfjöllun hjá fjölskylduráði Norðurþings um verkefnið og hvort að hópurinn geti tekið þátt í skapandi sumarstörfum hjá sveitarfélaginu dagana á undan sýningunni, þ.e.a.s. ef boðið verður upp á skapandi sumarstörf.
Áætlaður sýningardagur á Húsavík er miðvikudagurinn 12. júní 2024.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslufulltrúa að vera í sambandi við skipuleggjendur um framkvæmd verkefnisins.

2.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Spretthópur um bættar starfsaðstæður á leikskólanum Grænuvöllum leggur fram tillögur sínar til umfjöllunar og kynningar í ráðinu.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð þakkar spretthópnum fyrir fram komnar tillögur og góða vinnu.

Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að útfæra tillögurnar og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

Tillögu 5, hvað varðar úrbætur á hljóðvist, er vísað til umfjöllunar og útfærslu í skipulags- og framkvæmdaráði.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024

Málsnúmer 202305073Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjórnar Grunnskóla Raufarhafnar um að vikulegum ferðum með nemendur í Öxarfjarðarskóla og félagsmiðstöð á Kópaskeri hafi verið hætt og taka þurfi upp samninginn við vertakann um skólaaksturinn.
Lagt fram til kynningar.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202310087Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

5.Tillaga vegna gjaldskráa fjölskyldusvið

Málsnúmer 202310077Vakta málsnúmer

Fulltrúar B og D lista í fjölskylduráði leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaðar leggja til að afsláttarkjörum á gjaldskrám sem snúa að barnafjölskyldum á fjölskyldusviði verði breytt frá því sem nú er og verði frá 1. janúar 2024 annars vegar veittur systkinaafsláttur og hinsvegar tekjutengdur afsláttur. Tekjutengdur afsláttur komi í staðinn fyrir námsmannaafslátt, afslátt fyrir einstæða og afslátt fyrir öryrkja.
Sviðsstjórum er falið að gera tillögu að gjaldskrám á þessum grunni vegna þjónustu við barnafólk, með tekjuviðmiðum fyrir einstæða og sambúðarfólk.

Helena Eydís Ingólfsdóttir
Bylgja Steingrímsdóttir
Hanna Jóna Stefánsdóttir
Fjölskylduráð samþykkir ofangreinda tillögu með öllum greiddum atkvæðum.

6.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og fumvörp 2023

Málsnúmer 202303049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.