Tillaga vegna gjaldskráa fjölskyldusvið
Málsnúmer 202310077
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 165. fundur - 17.10.2023
Fulltrúar B og D lista í fjölskylduráði leggja fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaðar leggja til að afsláttarkjörum á gjaldskrám sem snúa að barnafjölskyldum á fjölskyldusviði verði breytt frá því sem nú er og verði frá 1. janúar 2024 annars vegar veittur systkinaafsláttur og hinsvegar tekjutengdur afsláttur. Tekjutengdur afsláttur komi í staðinn fyrir námsmannaafslátt, afslátt fyrir einstæða og afslátt fyrir öryrkja.
Sviðsstjórum er falið að gera tillögu að gjaldskrám á þessum grunni vegna þjónustu við barnafólk, með tekjuviðmiðum fyrir einstæða og sambúðarfólk.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Bylgja Steingrímsdóttir
Hanna Jóna Stefánsdóttir
Undirritaðar leggja til að afsláttarkjörum á gjaldskrám sem snúa að barnafjölskyldum á fjölskyldusviði verði breytt frá því sem nú er og verði frá 1. janúar 2024 annars vegar veittur systkinaafsláttur og hinsvegar tekjutengdur afsláttur. Tekjutengdur afsláttur komi í staðinn fyrir námsmannaafslátt, afslátt fyrir einstæða og afslátt fyrir öryrkja.
Sviðsstjórum er falið að gera tillögu að gjaldskrám á þessum grunni vegna þjónustu við barnafólk, með tekjuviðmiðum fyrir einstæða og sambúðarfólk.
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Bylgja Steingrímsdóttir
Hanna Jóna Stefánsdóttir
Fjölskylduráð samþykkir ofangreinda tillögu með öllum greiddum atkvæðum.
Fjölskylduráð - 166. fundur - 31.10.2023
Lögð er fram tillaga að útfærslu tekjutengdrar gjaldskrár.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að útfærslu tekjutengdra gjaldskráa fyrir leikskóla og Frístund 1.-4. bekkjar og felur fræðslufulltrúa að vinna gjaldskrár í samræmi við tillöguna.