Fara í efni

Fjölskylduráð

163. fundur 03. október 2023 kl. 08:30 - 11:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
  • Sævar Veigar Agnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 3-4.

Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi kl. 9:40 og kom aftur á fund kl. 9:52.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Christoph Wöll kennari sátu fundinn undir liðum 6. og 7.

Kristrún Birgisdóttir frá Ásgarði og Birna Björnsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn undir lið 9.

1.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Marta Florczyk sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóðs vegna sýninguna "In the shadows" í Safnahúsi Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Mörtu um 50.000,- með fyrirvara um samþykki fjárhagsáætlunar árið 2024, þar sem viðburðurinn á að fara fram á næsta ári.

2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023

Málsnúmer 202309137Vakta málsnúmer

Paola Cardenas sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóðs til að halda erindi fyrir Norðurþingsbúa (börn og fullorðna) um aðlögun barna af erlendum uppruna og hvernig styðja megi við fjölbreytileika í samfélagi okkar.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Paola um 75.000,-. Ráðið setur þann fyrirvara að ef viðburðurinn fer fram á næsta ári er styrkveitingin háð samþykki fjárhagsáætlunar árið 2024.

3.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202309129Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar tillaga um hækkun á sérstökum húsnæðisbótum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju og eignamörk sem og leiðbeiningar til sveitarfélaga um sérstakar húsnæðisbætur.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Gerðar eru breytingar á tekju- og eignarmörkum frá gildandi reglum. Ráðið vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

4.Farsæld - fyrirspurn frá skólastjórnendum í Norðurþingi

Málsnúmer 202309025Vakta málsnúmer

Skólastjórar Borgarhólsskóla og Öxarfjarðarskóla ásamt leikskólastjóra Grænuvalla óska eftir upplýsingum um hversu mikið Norðurþing hefur fengið úthlutað frá Jöfnunarsjóði vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna og hvernig þeim fjármunum hefur verið varið í Norðurþingi.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að svara fyrirspurninni.

5.Ósk um leigulaus afnot af íþróttahöllinni á Húsavík 16.og 17.desember vegna tónleika

Málsnúmer 202309067Vakta málsnúmer

Tónasmiðjan óskar eftir gjaldfrjálsum afnotum af Íþróttahöllinni á Húsavík dagana 16. og 17. desember.
Fjölskylduráð samþykkir erindi Tónasmiðjunnar og felur fræðslufulltrúa að gera viðeigandi ráðstafanir.

6.Öxarfjarðarskóli - Skýrsla um innra mat 2022-2023

Málsnúmer 202309110Vakta málsnúmer

Skýrsla um innra mat í Öxarfjarðarskóla 2023-2024 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Öxarfjarðarskóli - Starfsáætlun 2023-2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Öxarfjarðarskóla er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

8.Skólaþjónusta - Samningur um skólaþjónustu

Málsnúmer 201801114Vakta málsnúmer

Á 33. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var fært til bókar undir 9. lið.

"Í ljósi samræmingar þjónustu í skólum sveitarfélagsins felur sveitarstjórn sveitarstjóra að segja upp samningi um samvinnu sveitarfélaga á sviði skóla- og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla við Norðurþing."
Lagt fram til kynningar.

9.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi 2023-2024

Málsnúmer 202305073Vakta málsnúmer

Erindi frá skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar þar sem óskað er eftir hækkun á stöðuhlutfalli í ljósi fjölgunar nemenda.
Fjölskylduráð samþykkir erindið og felur fræðslufulltrúa að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 11:10.