Fara í efni

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202309129

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 163. fundur - 03.10.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur til samþykktar tillaga um hækkun á sérstökum húsnæðisbótum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur uppfært tekju og eignamörk sem og leiðbeiningar til sveitarfélaga um sérstakar húsnæðisbætur.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Gerðar eru breytingar á tekju- og eignarmörkum frá gildandi reglum. Ráðið vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 138. fundur - 19.10.2023

Á 163. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Gerðar eru breytingar á tekju- og eignarmörkum frá gildandi reglum. Ráðið vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

Reglurnar verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð - 210. fundur - 18.02.2025

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 151. fundur - 27.02.2025

Á 210. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.