Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Málsnúmer 202309129Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
2.Reglur félagsþjónustu Norðurþings um akstursþjónustu fatlaðs fólks
Málsnúmer 202502043Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja uppfærðar reglur félagsþjónustu Norðurþings um akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur félagsþjónustu Norðurþings um akstursþjónustu fatlaðs fólks og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
3.Reglur um akstursþjónustu aldraðra
Málsnúmer 202304029Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á reglum um akstursþjónustu aldraðra.
Fjölskylduráð vinnur málið áfram á næstu fundum ráðsins.
4.Áætlanir vegna ársins 2025- 2028
Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer
Lagt er fram til kynningar yfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs 2024 og áætluð framlög Jöfnunarsjóðs 2025.
Lagt fram til kynningar.
5.Erindi vegna umferðaröryggi barna
Málsnúmer 202502048Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hagsmunasamtökum barna á Húsavík og foreldrafélagi Borgarhólsskóla um umferðaröryggi.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Búið er að taka ákvörðun um að loka skólalóðinni fyrir almennum akstri. Óhjákvæmilegt er að heimila umferð mötuneytisbíls og vöruflutningabíls að tilteknum inngöngum.
Héðan í frá verður sú umferð einungis heimiluð skv. tímatöflu sem stangast ekki á við frímínútur skólabarna:
07.00-07.45 - opið fyrir umferð mötuneytisbíls að inngöngu 1 og 2
08.30-09.30 - opið fyrir vöruflutninga við inngang 1
10.15-10.45 - opið fyrir mötuneytisbíl við inngang 2
12.30-13.00 - opið fyrir mötuneytisbíl við inngang 2
13.30-16.00 - opið fyrir umferð vöruflutninga/mötuneytisbíls að inngangi 1
Að öðru leyti er öll umferð bönnuð nema með sérstöku leyfi skólastjóra.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að eiga samtal við framkvæmdasvið um fyrirkomulag snjómoksturs í tengslum við öryggi skólabarna.
Ábendingum er varða öryggi á gönguleiðum barna á Húsavík og uppbyggingu gönguleiða er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Héðan í frá verður sú umferð einungis heimiluð skv. tímatöflu sem stangast ekki á við frímínútur skólabarna:
07.00-07.45 - opið fyrir umferð mötuneytisbíls að inngöngu 1 og 2
08.30-09.30 - opið fyrir vöruflutninga við inngang 1
10.15-10.45 - opið fyrir mötuneytisbíl við inngang 2
12.30-13.00 - opið fyrir mötuneytisbíl við inngang 2
13.30-16.00 - opið fyrir umferð vöruflutninga/mötuneytisbíls að inngangi 1
Að öðru leyti er öll umferð bönnuð nema með sérstöku leyfi skólastjóra.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að eiga samtal við framkvæmdasvið um fyrirkomulag snjómoksturs í tengslum við öryggi skólabarna.
Ábendingum er varða öryggi á gönguleiðum barna á Húsavík og uppbyggingu gönguleiða er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
6.Viðmiðunarreglur um skólaakstur - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202501074Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni á viðmiðunarreglum um skólaakstur í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir viðmiðunarreglur um skólaakstur með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Bréf frá Völsungi vegna vökvunarkerfis á gervigrasvelli PCC vellinum
Málsnúmer 202502052Vakta málsnúmer
Bréf hefur borist frá aðalstjórn Völsungs vegna vökvunarkerfis á nýjum gervigrasvelli á Húsavík.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
8.Ósk um undanþágu. Nýting frístundarstyrks til minni verkefna.
Málsnúmer 202502053Vakta málsnúmer
Erindi hefur borist frá Sigrúnu Björgu Steinþórsdóttur og Alexia Annisius Askelöf þar sem óskað er eftir undanþágu á nýtingu frístundastyrks á dans- og jóganámskeið ætlað börnum.
Fjölskylduráð samþykkir að veita undanþágu á nýtingu frístundastyrks að því gefnu að skráning fari fram í gegnum Abler.
Fundi slitið - kl. 11:10.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 4.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir liðum 4 og 6 - 8.
Jón Höskuldsson, sviðsstjóri á velferðarsviði, vék af fundi í lið 6.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Jónas Þór Viðarsson sátu fundinn í fjarfundi.